Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 14:33 Króatar náðu að hemja strákana okkar og gott betur en það en í öðrum leikjum á HM hefur íslenska liðið spilað frábærlega. VÍSIR/VILHELM Ef Ísland vinnur Argentínu í dag eins og fastlega má gera ráð fyrir, á HM karla í handbolta, er öruggt að liðið endar í versta falli í 9. sæti mótsins. Það yrði besti árangur liðsins á HM síðan á bestu árum í sögu þess, eða árið 2011. Ísland vann silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010, og endaði svo í 6. sæti á HM í Svíþjóð 2011. Síðan þá hefur liðið spilað á sex heimsmeistaramótum í röð án þess að enda í hópi tíu efstu liða, en liðið varð í 20. sæti fyrir fjórum árum og í 12. sæti á HM fyrir tveimur árum. Með sigri gegn Argentínu endar Ísland með átta stig í milliriðli fjögur, og í versta falli í 3. sæti riðilsins. Ef Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi, eða Slóvenía í stig gegn Króatíu, heldur fjörið áfram og Ísland kemst í 8-liða úrslit og spilar í Zagreb á þriðjudaginn, við Frakkland eða Ungverjaland. En ef Ísland missir af 8-liða úrslitunum er ljóst að átta stig duga til að vera með besta árangurinn af liðunum sem enda í 3. sæti í milliriðlunum fjórum, svo Ísland myndi þá enda í 9. sæti mótsins. Átta stig duga í hinum milliriðlunum Átta stig duga til að komast áfram úr hinum þremur milliriðlunum, en ekki hjá Íslandi ef Egyptar, Króatar og Íslendingar vinna í dag eins og líklegast er. Noregur, Svíþjóð, Spánn og Slóvenía eru á meðal sterkra þjóða sem enda fyrir neðan Ísland í ár, að því gefnu að liðið vinni Argentínu í dag. Ísland hefur aldrei unnið til verðlauna í aðalkeppni HM en besti árangur liðsins á mótinu náðist í Japan árið 1997, þegar Ísland endað í 5. sæti. Alls hefur Ísland tíu sinnum endað í hópi tíu efstu liða á HM og því um ellefta skiptið að ræða nú, en mótið í ár er númer 29 í röðinni. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í Zagreb, í lokaleik sínum í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Ísland þarf sigur í leiknum og hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu síðar í dag, til að komast í 8-liða úrslit. 26. janúar 2025 12:01 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Sjá meira
Ísland vann silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010, og endaði svo í 6. sæti á HM í Svíþjóð 2011. Síðan þá hefur liðið spilað á sex heimsmeistaramótum í röð án þess að enda í hópi tíu efstu liða, en liðið varð í 20. sæti fyrir fjórum árum og í 12. sæti á HM fyrir tveimur árum. Með sigri gegn Argentínu endar Ísland með átta stig í milliriðli fjögur, og í versta falli í 3. sæti riðilsins. Ef Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi, eða Slóvenía í stig gegn Króatíu, heldur fjörið áfram og Ísland kemst í 8-liða úrslit og spilar í Zagreb á þriðjudaginn, við Frakkland eða Ungverjaland. En ef Ísland missir af 8-liða úrslitunum er ljóst að átta stig duga til að vera með besta árangurinn af liðunum sem enda í 3. sæti í milliriðlunum fjórum, svo Ísland myndi þá enda í 9. sæti mótsins. Átta stig duga í hinum milliriðlunum Átta stig duga til að komast áfram úr hinum þremur milliriðlunum, en ekki hjá Íslandi ef Egyptar, Króatar og Íslendingar vinna í dag eins og líklegast er. Noregur, Svíþjóð, Spánn og Slóvenía eru á meðal sterkra þjóða sem enda fyrir neðan Ísland í ár, að því gefnu að liðið vinni Argentínu í dag. Ísland hefur aldrei unnið til verðlauna í aðalkeppni HM en besti árangur liðsins á mótinu náðist í Japan árið 1997, þegar Ísland endað í 5. sæti. Alls hefur Ísland tíu sinnum endað í hópi tíu efstu liða á HM og því um ellefta skiptið að ræða nú, en mótið í ár er númer 29 í röðinni.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í Zagreb, í lokaleik sínum í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Ísland þarf sigur í leiknum og hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu síðar í dag, til að komast í 8-liða úrslit. 26. janúar 2025 12:01 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Sjá meira
Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í Zagreb, í lokaleik sínum í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Ísland þarf sigur í leiknum og hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu síðar í dag, til að komast í 8-liða úrslit. 26. janúar 2025 12:01