Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 09:32 Nikolaj Jacobsen var nóg boðið og hann ýtti hinum óboðna gesti í burtu af vellinum. Skjáskot/RÚV Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Danmerkur, reiddist og ýtti í burtu aðgerðasinna sem hljóp inn á völlinn í Boxen í gær, þegar Danir og Tékkar áttust við á HM í handbolta. Maðurinn dreifði konfettí um gólfið og sameinuðust leikmenn og starfsmenn um að hreinsa til eftir hann. Þessi stórfurðulega uppákoma varð í upphafi seinni hálfleiks, þegar Danir voru 13-10 yfir í leik sem þeir unnu líkt og aðra leiki á HM, 28-22. Þeir voru þegar komnir áfram í 8-liða úrslit og mæta þar líklega Brasilíu. Þegar boðflennan hljóp inn á völlinn virtist það taka dágóða stund fyrir gæslumenn á vellinum að bregðast við. Jacobsen leiddist þófið og ákvað að taka málin í eigin hendur og hóf að ýta manninum í burtu, við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má. Ótrúleg uppákopma👀Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana hafði engan húmor fyrir mótmælanda sem gekk inn á völlinn þar sem hann fékk nægan tíma til að athafna sig og dreifa confetti úr poka. Fimm mínútna töf varð á leik Tékka og Dana meðan draslið var hreinsað af vellinum🤡 pic.twitter.com/AI9FcwQmqb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 25, 2025 Einn af þeim sem stukku þá til, til að stöðva Jacobsen, var Hlynur Leifsson sem var eftirlitsmaður IHF í Herning í gær. https://t.co/ftkj9Cl0LH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2025 Eftir þetta gekk hratt að losna við boðflennuna en hins vegar fór langur tími í að hreinsa völlinn eftir hann. Leikmenn liðanna létu ekki sitt eftir liggja í því, og voru handklæði og fleira nýtt til að sópa í burtu öllu konfettíinu svo hægt væri að halda leik áfram. Jacobsen var að sjálfsögðu spurður út í þessa uppákomu eftir leik, og viðbrögð sín sem féllu svo vel í kramið hjá áhorfendum: „Núna er hann búinn að fá næga athygli. Það var ekkert að gerast svo ég hugsaði með mér að það þyrfti að koma honum út. Núna þurfum við að komast heim og pakka svo við getum komið okkur til Noregs,“ sagði Jacobsen en Danir spila í Bærum í 8-liða úrslitum, sem og í undanúrslitum og úrslitum ef þeir komast þangað. „Það hefur gerst áður að menn séu að hlaupa svona inn á völlinn, en sem betur fer er það sjaldan,“ sagði Jacobsen sem ætlar sér að stýra Dönum til fjórða heimsmeistaratitilsins í röð. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Sjá meira
Þessi stórfurðulega uppákoma varð í upphafi seinni hálfleiks, þegar Danir voru 13-10 yfir í leik sem þeir unnu líkt og aðra leiki á HM, 28-22. Þeir voru þegar komnir áfram í 8-liða úrslit og mæta þar líklega Brasilíu. Þegar boðflennan hljóp inn á völlinn virtist það taka dágóða stund fyrir gæslumenn á vellinum að bregðast við. Jacobsen leiddist þófið og ákvað að taka málin í eigin hendur og hóf að ýta manninum í burtu, við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má. Ótrúleg uppákopma👀Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana hafði engan húmor fyrir mótmælanda sem gekk inn á völlinn þar sem hann fékk nægan tíma til að athafna sig og dreifa confetti úr poka. Fimm mínútna töf varð á leik Tékka og Dana meðan draslið var hreinsað af vellinum🤡 pic.twitter.com/AI9FcwQmqb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 25, 2025 Einn af þeim sem stukku þá til, til að stöðva Jacobsen, var Hlynur Leifsson sem var eftirlitsmaður IHF í Herning í gær. https://t.co/ftkj9Cl0LH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2025 Eftir þetta gekk hratt að losna við boðflennuna en hins vegar fór langur tími í að hreinsa völlinn eftir hann. Leikmenn liðanna létu ekki sitt eftir liggja í því, og voru handklæði og fleira nýtt til að sópa í burtu öllu konfettíinu svo hægt væri að halda leik áfram. Jacobsen var að sjálfsögðu spurður út í þessa uppákomu eftir leik, og viðbrögð sín sem féllu svo vel í kramið hjá áhorfendum: „Núna er hann búinn að fá næga athygli. Það var ekkert að gerast svo ég hugsaði með mér að það þyrfti að koma honum út. Núna þurfum við að komast heim og pakka svo við getum komið okkur til Noregs,“ sagði Jacobsen en Danir spila í Bærum í 8-liða úrslitum, sem og í undanúrslitum og úrslitum ef þeir komast þangað. „Það hefur gerst áður að menn séu að hlaupa svona inn á völlinn, en sem betur fer er það sjaldan,“ sagði Jacobsen sem ætlar sér að stýra Dönum til fjórða heimsmeistaratitilsins í röð.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Sjá meira