Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 09:32 Nikolaj Jacobsen var nóg boðið og hann ýtti hinum óboðna gesti í burtu af vellinum. Skjáskot/RÚV Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Danmerkur, reiddist og ýtti í burtu aðgerðasinna sem hljóp inn á völlinn í Boxen í gær, þegar Danir og Tékkar áttust við á HM í handbolta. Maðurinn dreifði konfettí um gólfið og sameinuðust leikmenn og starfsmenn um að hreinsa til eftir hann. Þessi stórfurðulega uppákoma varð í upphafi seinni hálfleiks, þegar Danir voru 13-10 yfir í leik sem þeir unnu líkt og aðra leiki á HM, 28-22. Þeir voru þegar komnir áfram í 8-liða úrslit og mæta þar líklega Brasilíu. Þegar boðflennan hljóp inn á völlinn virtist það taka dágóða stund fyrir gæslumenn á vellinum að bregðast við. Jacobsen leiddist þófið og ákvað að taka málin í eigin hendur og hóf að ýta manninum í burtu, við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má. Ótrúleg uppákopma👀Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana hafði engan húmor fyrir mótmælanda sem gekk inn á völlinn þar sem hann fékk nægan tíma til að athafna sig og dreifa confetti úr poka. Fimm mínútna töf varð á leik Tékka og Dana meðan draslið var hreinsað af vellinum🤡 pic.twitter.com/AI9FcwQmqb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 25, 2025 Einn af þeim sem stukku þá til, til að stöðva Jacobsen, var Hlynur Leifsson sem var eftirlitsmaður IHF í Herning í gær. https://t.co/ftkj9Cl0LH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2025 Eftir þetta gekk hratt að losna við boðflennuna en hins vegar fór langur tími í að hreinsa völlinn eftir hann. Leikmenn liðanna létu ekki sitt eftir liggja í því, og voru handklæði og fleira nýtt til að sópa í burtu öllu konfettíinu svo hægt væri að halda leik áfram. Jacobsen var að sjálfsögðu spurður út í þessa uppákomu eftir leik, og viðbrögð sín sem féllu svo vel í kramið hjá áhorfendum: „Núna er hann búinn að fá næga athygli. Það var ekkert að gerast svo ég hugsaði með mér að það þyrfti að koma honum út. Núna þurfum við að komast heim og pakka svo við getum komið okkur til Noregs,“ sagði Jacobsen en Danir spila í Bærum í 8-liða úrslitum, sem og í undanúrslitum og úrslitum ef þeir komast þangað. „Það hefur gerst áður að menn séu að hlaupa svona inn á völlinn, en sem betur fer er það sjaldan,“ sagði Jacobsen sem ætlar sér að stýra Dönum til fjórða heimsmeistaratitilsins í röð. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Þessi stórfurðulega uppákoma varð í upphafi seinni hálfleiks, þegar Danir voru 13-10 yfir í leik sem þeir unnu líkt og aðra leiki á HM, 28-22. Þeir voru þegar komnir áfram í 8-liða úrslit og mæta þar líklega Brasilíu. Þegar boðflennan hljóp inn á völlinn virtist það taka dágóða stund fyrir gæslumenn á vellinum að bregðast við. Jacobsen leiddist þófið og ákvað að taka málin í eigin hendur og hóf að ýta manninum í burtu, við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má. Ótrúleg uppákopma👀Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana hafði engan húmor fyrir mótmælanda sem gekk inn á völlinn þar sem hann fékk nægan tíma til að athafna sig og dreifa confetti úr poka. Fimm mínútna töf varð á leik Tékka og Dana meðan draslið var hreinsað af vellinum🤡 pic.twitter.com/AI9FcwQmqb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 25, 2025 Einn af þeim sem stukku þá til, til að stöðva Jacobsen, var Hlynur Leifsson sem var eftirlitsmaður IHF í Herning í gær. https://t.co/ftkj9Cl0LH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2025 Eftir þetta gekk hratt að losna við boðflennuna en hins vegar fór langur tími í að hreinsa völlinn eftir hann. Leikmenn liðanna létu ekki sitt eftir liggja í því, og voru handklæði og fleira nýtt til að sópa í burtu öllu konfettíinu svo hægt væri að halda leik áfram. Jacobsen var að sjálfsögðu spurður út í þessa uppákomu eftir leik, og viðbrögð sín sem féllu svo vel í kramið hjá áhorfendum: „Núna er hann búinn að fá næga athygli. Það var ekkert að gerast svo ég hugsaði með mér að það þyrfti að koma honum út. Núna þurfum við að komast heim og pakka svo við getum komið okkur til Noregs,“ sagði Jacobsen en Danir spila í Bærum í 8-liða úrslitum, sem og í undanúrslitum og úrslitum ef þeir komast þangað. „Það hefur gerst áður að menn séu að hlaupa svona inn á völlinn, en sem betur fer er það sjaldan,“ sagði Jacobsen sem ætlar sér að stýra Dönum til fjórða heimsmeistaratitilsins í röð.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira