Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 10:29 Elliði Snær Viðarsson ræðir við Blaz Janc, fyrirliða Slóveníu. VÍSIR/VILHELM Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Slóvenar mæti í sinn síðasta leik á HM í handbolta í kvöld án þess að leggja allt í sölurnar til þess að vinna nágranna sína í Króatíu. Þetta segir Blaz Janc, fyrirliði Slóvena og leikmaður Evrópumeistaraliðs Barcelona, og fleiri í slóvenska liðinu. Íslendingar og Slóvenar í Zagreb munu eflaust leggjast á eitt um að styðja Slóveníu til sigurs gegn Króatíu. Veðbankar telja Króata mun sigurstranglegri, eftir að þeir fóru illa með Ísland á föstudagskvöld og unnu 32-26 sigur, en Slóvenar, sem urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit ÓL í París í fyrra, eru ekki hættir. Slóvenía á ekki lengur von um sæti í 8-liða úrslitum en ef liðið nær í stig gegn Króatíu í kvöld þá dugar Íslandi sigur gegn Argentínu í fyrsta leik dagsins, til að fylgja Egyptum í 8-liða úrslitin. Von Slóveníu um að komast í 8-liða úrslit hvarf með eins marks tapinu gegn Egyptalandi á föstudag, þar sem lokamark Slóvena fékk ekki að standa. „Það verður svo sannarlega erfitt að jafna sig á þessu tapi en við eigum El Clásico Balkanskagans fyrir höndum. Þó að þessi leikur geti ekki lengur tryggt okkur áfram í 8-liða úrslitin þá held ég að við þráum það allir að geta kvatt þetta mót með góðri frammistöðu,“ sagði Janc við Siol.net. „Við munum algjörlega leggja allt í sölurnar og ég get alveg lofað því að við munum berjast allt til enda. Það er ekkert sem toppar það að spila fyrir framan 15.000 áhorfendur við nágranna okkar í Króatíu, og við lofum að gefa okkur alla í þetta og halda fullkominni einbeitingu,“ sagði Janc. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands er þó ekki bjartsýnn á að fá hjálp. Ef að Ísland vinnur Argentínu, klukkan 14:30 í dag, kemst liðið í 8-liða úrslit ef annað hvort Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi eða Slóvenía í stig gegn Króatíu í seinni leikjum dagsins. Von Íslands ætti því að geta lifað fram á kvöld. „Gerum allt til að eyðileggja partýið“ Uros Zorman, þjálfari Slóvena, segir alla pressuna vera á Króötum. „Við búumst við fullri höll. Króatarnir verða undir pressu því þeir verða að vinna til að komast í 8-liða úrslitin. Við spilum upp á heiðurinn í þessum síðasta leik okkar á mótinu. Besta leiðin til að kveðja mót er að vinna, og ég er viss um að mínir menn gefa allt í þennan grannaslag sem er aldrei einhver venjulegur leikur,“ sagði Zorman. Miha Zarabec tók í sama streng: „Það vilja allir svona leiki og við gerum allt til að eyðileggja partýið hjá Króötum. Það er best að spila án pressu. Við verðum að njóta leiksins og hafa í huga að ef við eigum ekki skilið að spila í 8-liða úrslitum þá eigi þeir það ekki skilið heldur. Við hugsum bara um eitt, að skemma fyrir þeim eins og við getum,“ sagði Zarabec. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. 25. janúar 2025 13:13 HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim. 25. janúar 2025 11:03 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Þetta segir Blaz Janc, fyrirliði Slóvena og leikmaður Evrópumeistaraliðs Barcelona, og fleiri í slóvenska liðinu. Íslendingar og Slóvenar í Zagreb munu eflaust leggjast á eitt um að styðja Slóveníu til sigurs gegn Króatíu. Veðbankar telja Króata mun sigurstranglegri, eftir að þeir fóru illa með Ísland á föstudagskvöld og unnu 32-26 sigur, en Slóvenar, sem urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit ÓL í París í fyrra, eru ekki hættir. Slóvenía á ekki lengur von um sæti í 8-liða úrslitum en ef liðið nær í stig gegn Króatíu í kvöld þá dugar Íslandi sigur gegn Argentínu í fyrsta leik dagsins, til að fylgja Egyptum í 8-liða úrslitin. Von Slóveníu um að komast í 8-liða úrslit hvarf með eins marks tapinu gegn Egyptalandi á föstudag, þar sem lokamark Slóvena fékk ekki að standa. „Það verður svo sannarlega erfitt að jafna sig á þessu tapi en við eigum El Clásico Balkanskagans fyrir höndum. Þó að þessi leikur geti ekki lengur tryggt okkur áfram í 8-liða úrslitin þá held ég að við þráum það allir að geta kvatt þetta mót með góðri frammistöðu,“ sagði Janc við Siol.net. „Við munum algjörlega leggja allt í sölurnar og ég get alveg lofað því að við munum berjast allt til enda. Það er ekkert sem toppar það að spila fyrir framan 15.000 áhorfendur við nágranna okkar í Króatíu, og við lofum að gefa okkur alla í þetta og halda fullkominni einbeitingu,“ sagði Janc. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands er þó ekki bjartsýnn á að fá hjálp. Ef að Ísland vinnur Argentínu, klukkan 14:30 í dag, kemst liðið í 8-liða úrslit ef annað hvort Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi eða Slóvenía í stig gegn Króatíu í seinni leikjum dagsins. Von Íslands ætti því að geta lifað fram á kvöld. „Gerum allt til að eyðileggja partýið“ Uros Zorman, þjálfari Slóvena, segir alla pressuna vera á Króötum. „Við búumst við fullri höll. Króatarnir verða undir pressu því þeir verða að vinna til að komast í 8-liða úrslitin. Við spilum upp á heiðurinn í þessum síðasta leik okkar á mótinu. Besta leiðin til að kveðja mót er að vinna, og ég er viss um að mínir menn gefa allt í þennan grannaslag sem er aldrei einhver venjulegur leikur,“ sagði Zorman. Miha Zarabec tók í sama streng: „Það vilja allir svona leiki og við gerum allt til að eyðileggja partýið hjá Króötum. Það er best að spila án pressu. Við verðum að njóta leiksins og hafa í huga að ef við eigum ekki skilið að spila í 8-liða úrslitum þá eigi þeir það ekki skilið heldur. Við hugsum bara um eitt, að skemma fyrir þeim eins og við getum,“ sagði Zarabec.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. 25. janúar 2025 13:13 HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim. 25. janúar 2025 11:03 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. 25. janúar 2025 13:13
HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim. 25. janúar 2025 11:03
Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06
Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti