Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. janúar 2025 00:01 Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun