„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. janúar 2025 21:51 Dagur Sigurðsson var annar af tveimur Íslendingum sem gladdist yfir sigri Króata í kvöld. Hann vonar samt að samlandar sínir komist áfram í átta liða úrslit. vísir / vilhelm „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo náum við einhvern veginn að halda út. Hjálpaði náttúrulega svakalega að markmaðurinn [Zdravko] Kuzmanović varði á mikilvægum augnablikum,“ hélt hann svo áfram og sagði stemningu í höllinni í kvöld hafa verið snælduvitlausa. Um þrettán þúsund Króatar studdu liðið til sigurs.vísir / vilhelm Íslendingar leyfðu sér að dreyma um sigur eftir að hafa unnið Egyptaland örugglega í fyrradag, lið sem hafði unnið Króatíu með fjórum mörkum fyrr á mótinu. Í kvöld endurheimti Króatía hins vegar mikilvægan varnarmann úr meiðslum. „Við höfum alveg spilað ágætlega, á mótinu og í undirbúningnum, en svo komu smá áföll. Bæði leikstjórnendurnir og David Mandic [voru frá vegna meiðsla]. Við sáum í dag hvað hann er mikilvægur. Þetta var vörnin sem að leit best út í undirbúningnum en svo misstum við hann út. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild hér að neðan. Úrslitin voru súrsæt fyrir Dag, sem er auðvitað Íslendingar og heldur iðulega með strákunum okkar en ekki í kvöld. „Jú [það var skrítið að vinna Ísland]… og ég vona auðvitað að þeir komist áfram, en við verðum að sjá hvað gerist.“ Dagur sagði 5-1 vörnina hafa verið lykilinn að sigri Króata í kvöld. Varnaraðgerðir hafi verið vel framkvæmdar og af mikilli ákefð, markvarslan hafi svo einnig hjálpað heilmikið. Sömuleiðis hjálpaði það Króötum hversu óskipulögð íslenska vörnin var og hvað markmenn Íslands vörðu lítið. „Það má ekki gleyma því þegar svona læti fara í gang, þá er auðvelt að blokkerast. Þegar þú ert kominn þrjú, fjögur, fimm mörk undir, þá fara menn að hugsa of mikið,“ sagði hann svo að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo náum við einhvern veginn að halda út. Hjálpaði náttúrulega svakalega að markmaðurinn [Zdravko] Kuzmanović varði á mikilvægum augnablikum,“ hélt hann svo áfram og sagði stemningu í höllinni í kvöld hafa verið snælduvitlausa. Um þrettán þúsund Króatar studdu liðið til sigurs.vísir / vilhelm Íslendingar leyfðu sér að dreyma um sigur eftir að hafa unnið Egyptaland örugglega í fyrradag, lið sem hafði unnið Króatíu með fjórum mörkum fyrr á mótinu. Í kvöld endurheimti Króatía hins vegar mikilvægan varnarmann úr meiðslum. „Við höfum alveg spilað ágætlega, á mótinu og í undirbúningnum, en svo komu smá áföll. Bæði leikstjórnendurnir og David Mandic [voru frá vegna meiðsla]. Við sáum í dag hvað hann er mikilvægur. Þetta var vörnin sem að leit best út í undirbúningnum en svo misstum við hann út. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild hér að neðan. Úrslitin voru súrsæt fyrir Dag, sem er auðvitað Íslendingar og heldur iðulega með strákunum okkar en ekki í kvöld. „Jú [það var skrítið að vinna Ísland]… og ég vona auðvitað að þeir komist áfram, en við verðum að sjá hvað gerist.“ Dagur sagði 5-1 vörnina hafa verið lykilinn að sigri Króata í kvöld. Varnaraðgerðir hafi verið vel framkvæmdar og af mikilli ákefð, markvarslan hafi svo einnig hjálpað heilmikið. Sömuleiðis hjálpaði það Króötum hversu óskipulögð íslenska vörnin var og hvað markmenn Íslands vörðu lítið. „Það má ekki gleyma því þegar svona læti fara í gang, þá er auðvelt að blokkerast. Þegar þú ert kominn þrjú, fjögur, fimm mörk undir, þá fara menn að hugsa of mikið,“ sagði hann svo að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira