Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 12:19 Frá vinstri: Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Eva M. Kristjánsdóttir og Kristinn Jónasson. KPMG Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG. Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG.
Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent