Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2025 14:56 Carbfix dælir koltvísýringi niður í jörðin í borholum sem þessum við Hellisheiðarvirkjun. Kolefnisbindingartæknin var þróuð þar og hefur verið notuð í meira en áratug. Vísir/Arnar Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. Viljayfirlýsing sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarsjóðs Þorlákshafnar, Carbfix, Coda Terminal og Veitna um samstarf um úttekt á forsendum uppbyggingar og reksturs kolefnisförgunarstöðvar í Ölfusi var lögð fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Tók bæjarráðið jákvætt í erindið og lýsti yfir stuðningi við viljayfirlýsinguna sem verður gerð opinber íbúum til kynningar á næstunni. Áformin fela í sér að tekið yrði á móti koltvísýringi og honum dælt niður í jörðina og bundinn þar varanlega með Carbfix-tækninni. Carbfix stefnir að því að reisa slíka stöð við Straumsvík í Hafnarfirði sem fargaði koltvísýringi sem fluttur yrði til landsins. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar en ekki frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Carbfix-tæknin var þróuð við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi þar sem um 75.000 tonnum koltvísýrings hefur verið dælt niður á vinnslusvæði virkjunarinnar frá 2012. Með þeirri aðferð hefur tekist að binda meirihluta koltvísýrings- og brennisteinslosunar frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðin í Hafnarfirði, á að geta bundið að hámarki þrjár milljónir tonna af koltvísýringi á ári þegar hún verður fullbyggð. Loftslagsmál Ölfus Sveitarstjórnarmál Hafnarmál Tengdar fréttir Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Viljayfirlýsing sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarsjóðs Þorlákshafnar, Carbfix, Coda Terminal og Veitna um samstarf um úttekt á forsendum uppbyggingar og reksturs kolefnisförgunarstöðvar í Ölfusi var lögð fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Tók bæjarráðið jákvætt í erindið og lýsti yfir stuðningi við viljayfirlýsinguna sem verður gerð opinber íbúum til kynningar á næstunni. Áformin fela í sér að tekið yrði á móti koltvísýringi og honum dælt niður í jörðina og bundinn þar varanlega með Carbfix-tækninni. Carbfix stefnir að því að reisa slíka stöð við Straumsvík í Hafnarfirði sem fargaði koltvísýringi sem fluttur yrði til landsins. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar en ekki frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Carbfix-tæknin var þróuð við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi þar sem um 75.000 tonnum koltvísýrings hefur verið dælt niður á vinnslusvæði virkjunarinnar frá 2012. Með þeirri aðferð hefur tekist að binda meirihluta koltvísýrings- og brennisteinslosunar frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðin í Hafnarfirði, á að geta bundið að hámarki þrjár milljónir tonna af koltvísýringi á ári þegar hún verður fullbyggð.
Loftslagsmál Ölfus Sveitarstjórnarmál Hafnarmál Tengdar fréttir Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50
Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50