„Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 13:32 Aron Pálmarsson fagnar sigrinum með liðsfélögum sínum í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Varnarleikurinn og markvarslan fékk mikla athygli eftir sigurinn á Slóvenum í gærkvöldi en í Besta sætinu var einnig rætt um sóknarleik íslenska liðsins og innkomu fyrirliðans Arons Pálmarssonar um miðjan fyrri hálfleik. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Aron Pálmarsson byrjaði ekki leikinn en kom inn í sóknina um miðjan fyrri hálfleik. „Þá vorum við ekkert búnir að vera neitt frábærir sóknarlega, alveg langt í frá,“ sagði Einar. „Við náðum að refsa þeim en þeir náðu ekki að refsa okkur. Svo náum við fimmtán mínútna kafla, þessar síðustu fimmtán mínútur í fyrri hálfleiknum. Þá er sóknarleikurinn okkar frábær,“ sagði Einar. Einar var mjög ánægður með hvernig Snorri Steinn Guðjónsson setti upp leikinn. „Ég er hrikalega ánægður með hvernig Snorri setur upp leikinn. Það var greinilegt að þetta var nánast eftir klukku,“ sagði Einar. „Eftir fimmtán mínútur átti Aron að koma inn og Gísli örugglega líka. Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við. Þetta var eins og svart og hvít,“ sagði Einar. „Það kemur mikil ró og yfirvegun með Aroni í sóknarleik liðsins,“ sagði Stefán Árni. „Þetta var bara alvöru fyrirliða Arons innkoma. Ég held að það hafi verið þrír stolnir boltar þar af tveir þarna í horninu. Hann setti þetta upp og það var svona ‚coolness' yfir þessu fyrir vikið,“ sagði Ásgeir. „Ég hélt reyndar að hann myndi byrja með hann inn á. Ég var eiginlega handviss um það. Maður getur ekkert sagt því þetta svínvirkaði,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á alla umfjöllun þeirra um leikinn hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Aron Pálmarsson byrjaði ekki leikinn en kom inn í sóknina um miðjan fyrri hálfleik. „Þá vorum við ekkert búnir að vera neitt frábærir sóknarlega, alveg langt í frá,“ sagði Einar. „Við náðum að refsa þeim en þeir náðu ekki að refsa okkur. Svo náum við fimmtán mínútna kafla, þessar síðustu fimmtán mínútur í fyrri hálfleiknum. Þá er sóknarleikurinn okkar frábær,“ sagði Einar. Einar var mjög ánægður með hvernig Snorri Steinn Guðjónsson setti upp leikinn. „Ég er hrikalega ánægður með hvernig Snorri setur upp leikinn. Það var greinilegt að þetta var nánast eftir klukku,“ sagði Einar. „Eftir fimmtán mínútur átti Aron að koma inn og Gísli örugglega líka. Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við. Þetta var eins og svart og hvít,“ sagði Einar. „Það kemur mikil ró og yfirvegun með Aroni í sóknarleik liðsins,“ sagði Stefán Árni. „Þetta var bara alvöru fyrirliða Arons innkoma. Ég held að það hafi verið þrír stolnir boltar þar af tveir þarna í horninu. Hann setti þetta upp og það var svona ‚coolness' yfir þessu fyrir vikið,“ sagði Ásgeir. „Ég hélt reyndar að hann myndi byrja með hann inn á. Ég var eiginlega handviss um það. Maður getur ekkert sagt því þetta svínvirkaði,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á alla umfjöllun þeirra um leikinn hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira