Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2025 15:02 Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Reykjavík Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar