Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2025 15:02 Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Reykjavík Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar