Hópuppsögn hjá Sidekick Health Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 10:55 Tryggvi Þorgeirsson er læknir og forstjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health. Vísir/Vilhelm Sidekick Health hefur tilkynnt um fækkun í starfsmannahópi félagsins um 55 stöðugildi, sem jafngildir um 20 prósent starfsmanna. Því er um hópuppsögn að ræða. Af þeim eru 22 stöðugildi hér á landi en önnur erlendis. Í tilkynningu frá Sidekick segir að uppsagnirnar séu í kjölfar 100 prósent aukningar á starfsmannafjölda á síðustu átján mánuðum, einkum vegna yfirtöku á tveimur félögum í Þýskalandi, sem hafi nú verið samþætt í rekstur Sidekick. Þessar aðgerðir miði að því að nýta samlegð, tryggja sjálfbæran vöxt og styðja við framtíðaruppbyggingu félagsins. Félagið muni straumlínulaga rannsókna- og þróunarstarf auk stjórnendakostnaðar, en auka við fjárfestingu í sölu- og markaðsstarfi. Með þessu styrki Sidekick grundvöll sinn til frekari vaxtar og auki getu sína til að ná til fleiri notenda með meðferðum sínum sem sé nú ávísað af yfir 16 þúsund læknum í Þýskalandi og dreift af sjúkratryggjendum og lyfjafyrirtækjum á alþjóðavísu. Að auki muni tvær nýjar meðferðir bætast við á árinu. Annars vegar til að styðja við geðheilsu fólks sem greinst hefur með krabbamein og hins vegar til að bæta einkenni og lífsgæði kvenna á breytingaskeiði. „Sidekick er staðfast í þeirri vegferð sinni að nýta tæknina til að bæta heilbrigðisþjónustu á yfir 20 sjúkdómasviðum. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag alls starfsfólks okkar, bæði núverandi og fráfarandi, til þeirrar vegferðar. Við munum tryggja að það einstaka samstarfsfólk sem við þurfum því miður að kveðja fái stuðning og úrræði til að takast á við næstu skref,“ er haft eftir Tryggva Þorgeirssyni, forstjóra Sidekick Health. Heilbrigðismál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31. janúar 2023 10:18 Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 8. september 2022 11:30 Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira
Í tilkynningu frá Sidekick segir að uppsagnirnar séu í kjölfar 100 prósent aukningar á starfsmannafjölda á síðustu átján mánuðum, einkum vegna yfirtöku á tveimur félögum í Þýskalandi, sem hafi nú verið samþætt í rekstur Sidekick. Þessar aðgerðir miði að því að nýta samlegð, tryggja sjálfbæran vöxt og styðja við framtíðaruppbyggingu félagsins. Félagið muni straumlínulaga rannsókna- og þróunarstarf auk stjórnendakostnaðar, en auka við fjárfestingu í sölu- og markaðsstarfi. Með þessu styrki Sidekick grundvöll sinn til frekari vaxtar og auki getu sína til að ná til fleiri notenda með meðferðum sínum sem sé nú ávísað af yfir 16 þúsund læknum í Þýskalandi og dreift af sjúkratryggjendum og lyfjafyrirtækjum á alþjóðavísu. Að auki muni tvær nýjar meðferðir bætast við á árinu. Annars vegar til að styðja við geðheilsu fólks sem greinst hefur með krabbamein og hins vegar til að bæta einkenni og lífsgæði kvenna á breytingaskeiði. „Sidekick er staðfast í þeirri vegferð sinni að nýta tæknina til að bæta heilbrigðisþjónustu á yfir 20 sjúkdómasviðum. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag alls starfsfólks okkar, bæði núverandi og fráfarandi, til þeirrar vegferðar. Við munum tryggja að það einstaka samstarfsfólk sem við þurfum því miður að kveðja fái stuðning og úrræði til að takast á við næstu skref,“ er haft eftir Tryggva Þorgeirssyni, forstjóra Sidekick Health.
Heilbrigðismál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31. janúar 2023 10:18 Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 8. september 2022 11:30 Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira
Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31. janúar 2023 10:18
Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 8. september 2022 11:30