Viðskipti innlent

Sidekick segir upp 26 manns

Atli Ísleifsson skrifar
Tryggvi Þorgeirsson er læknir og forstjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health.
Tryggvi Þorgeirsson er læknir og forstjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis.

Viðskiptablaðið segir frá þessu þar sem fram kemur að starfsfólkinu hafi verið sagt upp í síðustu viku.

Í fréttinni er haft eftir Tryggva Þorgeirssyni forstjóra að félagið hafi ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum í ljósi versnandi efnahagshorfa og því ákveðið að grípa til uppsagna.

Breytingarnar séu erfiðar en styrki þó getu Sidekick til að byggja upp sjálfbært og öflugt fyrirtæki. Stefnt sé að því að beina sjónum að kjarnaverkefnum þar sem fjármunir nýtist best.

Sidekick þróar og markaðssetur stafrænar heilbrigðismeðferðir í samstarfi við marga af stærstu lyfja- og sjúkratryggingafélögum Evrópu og Bandaríkjanna. Síðasta vor störfuðu um 150 manns hjá félaginu, flestir á Íslandi en Sidekick er einnig með starfstöðvar í Berlín, Boston og Stokkhólmi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×