Hópuppsögn hjá Sidekick Health Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 10:55 Tryggvi Þorgeirsson er læknir og forstjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health. Vísir/Vilhelm Sidekick Health hefur tilkynnt um fækkun í starfsmannahópi félagsins um 55 stöðugildi, sem jafngildir um 20 prósent starfsmanna. Því er um hópuppsögn að ræða. Af þeim eru 22 stöðugildi hér á landi en önnur erlendis. Í tilkynningu frá Sidekick segir að uppsagnirnar séu í kjölfar 100 prósent aukningar á starfsmannafjölda á síðustu átján mánuðum, einkum vegna yfirtöku á tveimur félögum í Þýskalandi, sem hafi nú verið samþætt í rekstur Sidekick. Þessar aðgerðir miði að því að nýta samlegð, tryggja sjálfbæran vöxt og styðja við framtíðaruppbyggingu félagsins. Félagið muni straumlínulaga rannsókna- og þróunarstarf auk stjórnendakostnaðar, en auka við fjárfestingu í sölu- og markaðsstarfi. Með þessu styrki Sidekick grundvöll sinn til frekari vaxtar og auki getu sína til að ná til fleiri notenda með meðferðum sínum sem sé nú ávísað af yfir 16 þúsund læknum í Þýskalandi og dreift af sjúkratryggjendum og lyfjafyrirtækjum á alþjóðavísu. Að auki muni tvær nýjar meðferðir bætast við á árinu. Annars vegar til að styðja við geðheilsu fólks sem greinst hefur með krabbamein og hins vegar til að bæta einkenni og lífsgæði kvenna á breytingaskeiði. „Sidekick er staðfast í þeirri vegferð sinni að nýta tæknina til að bæta heilbrigðisþjónustu á yfir 20 sjúkdómasviðum. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag alls starfsfólks okkar, bæði núverandi og fráfarandi, til þeirrar vegferðar. Við munum tryggja að það einstaka samstarfsfólk sem við þurfum því miður að kveðja fái stuðning og úrræði til að takast á við næstu skref,“ er haft eftir Tryggva Þorgeirssyni, forstjóra Sidekick Health. Heilbrigðismál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31. janúar 2023 10:18 Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 8. september 2022 11:30 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Í tilkynningu frá Sidekick segir að uppsagnirnar séu í kjölfar 100 prósent aukningar á starfsmannafjölda á síðustu átján mánuðum, einkum vegna yfirtöku á tveimur félögum í Þýskalandi, sem hafi nú verið samþætt í rekstur Sidekick. Þessar aðgerðir miði að því að nýta samlegð, tryggja sjálfbæran vöxt og styðja við framtíðaruppbyggingu félagsins. Félagið muni straumlínulaga rannsókna- og þróunarstarf auk stjórnendakostnaðar, en auka við fjárfestingu í sölu- og markaðsstarfi. Með þessu styrki Sidekick grundvöll sinn til frekari vaxtar og auki getu sína til að ná til fleiri notenda með meðferðum sínum sem sé nú ávísað af yfir 16 þúsund læknum í Þýskalandi og dreift af sjúkratryggjendum og lyfjafyrirtækjum á alþjóðavísu. Að auki muni tvær nýjar meðferðir bætast við á árinu. Annars vegar til að styðja við geðheilsu fólks sem greinst hefur með krabbamein og hins vegar til að bæta einkenni og lífsgæði kvenna á breytingaskeiði. „Sidekick er staðfast í þeirri vegferð sinni að nýta tæknina til að bæta heilbrigðisþjónustu á yfir 20 sjúkdómasviðum. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag alls starfsfólks okkar, bæði núverandi og fráfarandi, til þeirrar vegferðar. Við munum tryggja að það einstaka samstarfsfólk sem við þurfum því miður að kveðja fái stuðning og úrræði til að takast á við næstu skref,“ er haft eftir Tryggva Þorgeirssyni, forstjóra Sidekick Health.
Heilbrigðismál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31. janúar 2023 10:18 Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 8. september 2022 11:30 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31. janúar 2023 10:18
Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 8. september 2022 11:30