Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2025 10:01 Teitur Örn Einarsson mannar hægri skyttu stöðu Íslands ásamt Viggó Kristjánssyni. Vísir/Vilhelm Teiti Erni Einarssyni gefst stórt tækifæri á komandi heimsmeistaramóti að stimpla sig inn í íslenska landsliðið í fjarveru sveitungs síns Ómars Inga Magnússonar. Þetta er tækifæri sem Teitur hyggst grípa báðum höndum. Selfyssingurinn Teitur Örn leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi eftir að hafa fært sig um set í sumar. Meiðsli plöguðu hann í haust en hann hefur unnið sig inn í hlutina síðustu vikur. „Ég meiðist þarna leiðinlega og var frá í tvo mánuði. En eins og staðan er akkúrat í dag er ég bara í toppformi og ferskur. Mér líst bara vel á þetta,“ segir Teitur sem kveðst líða vel hjá Gummersbach en hjá liðinu er einnig Elliði Snær Vignisson úr íslenska landsliðshópnum. Klippa: Ætlar að fylla í skarð Ómars „Mér líður mjög vel. Það er mjög gott að vera í þessu liði. Allir strákarni eru duglegir og klárir og Gaui sparkar í rassgatið á okkur líka. Það er mjög gott að vera þarna,“ segir Teitur. Stórt skarð sem þarf að fylla Líkt og greint hefur verið frá meiddist sveitungur Teits, Ómar Ingi illa í síðasta mánuði og ljóst að hann tekur ekki þátt á HM sem hefst í næstu viku. Teitur fær því stærra hlutverk í hægri skyttu stöðunni og er hann staðráðinn í því að nýta tækifærið. „Þetta er hörð samkeppni í þessari stöðu en ég geri bara minn hlut. Ég veit að þegar ég kem inn í liðið þarft ég bara að spila á mínum styrkleikum og koma með það sem ég er góður í, inn í liðið,“ „Ómar skilur eftir stórt skarð sem þarf að fylla. Það er bara undir mér og Viggó komið að fylla þetta skarð. Við þurfum að vera upp á okkar allra besta til að ná að fylla upp í gatið. Við erum klárir í þetta og munum gera okkar allra besta,“ segir Teitur. Viðtalið við Teit í heild sinni má sjá að ofan. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku. 7. janúar 2025 19:01 Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Slóvenar eru með okkur Íslendingum í riðli á HM í handbolta í þessum mánuði og þeir undirbúa sig meðal annars með leikjum við Katarbúa. Allt varð hins vegar vitlaust í æfingaleik þjóðanna í dag. 7. janúar 2025 18:52 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen. 5. janúar 2025 10:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Selfyssingurinn Teitur Örn leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi eftir að hafa fært sig um set í sumar. Meiðsli plöguðu hann í haust en hann hefur unnið sig inn í hlutina síðustu vikur. „Ég meiðist þarna leiðinlega og var frá í tvo mánuði. En eins og staðan er akkúrat í dag er ég bara í toppformi og ferskur. Mér líst bara vel á þetta,“ segir Teitur sem kveðst líða vel hjá Gummersbach en hjá liðinu er einnig Elliði Snær Vignisson úr íslenska landsliðshópnum. Klippa: Ætlar að fylla í skarð Ómars „Mér líður mjög vel. Það er mjög gott að vera í þessu liði. Allir strákarni eru duglegir og klárir og Gaui sparkar í rassgatið á okkur líka. Það er mjög gott að vera þarna,“ segir Teitur. Stórt skarð sem þarf að fylla Líkt og greint hefur verið frá meiddist sveitungur Teits, Ómar Ingi illa í síðasta mánuði og ljóst að hann tekur ekki þátt á HM sem hefst í næstu viku. Teitur fær því stærra hlutverk í hægri skyttu stöðunni og er hann staðráðinn í því að nýta tækifærið. „Þetta er hörð samkeppni í þessari stöðu en ég geri bara minn hlut. Ég veit að þegar ég kem inn í liðið þarft ég bara að spila á mínum styrkleikum og koma með það sem ég er góður í, inn í liðið,“ „Ómar skilur eftir stórt skarð sem þarf að fylla. Það er bara undir mér og Viggó komið að fylla þetta skarð. Við þurfum að vera upp á okkar allra besta til að ná að fylla upp í gatið. Við erum klárir í þetta og munum gera okkar allra besta,“ segir Teitur. Viðtalið við Teit í heild sinni má sjá að ofan.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku. 7. janúar 2025 19:01 Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Slóvenar eru með okkur Íslendingum í riðli á HM í handbolta í þessum mánuði og þeir undirbúa sig meðal annars með leikjum við Katarbúa. Allt varð hins vegar vitlaust í æfingaleik þjóðanna í dag. 7. janúar 2025 18:52 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen. 5. janúar 2025 10:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Meiðslin sett strik í undirbúning Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku. 7. janúar 2025 19:01
Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Slóvenar eru með okkur Íslendingum í riðli á HM í handbolta í þessum mánuði og þeir undirbúa sig meðal annars með leikjum við Katarbúa. Allt varð hins vegar vitlaust í æfingaleik þjóðanna í dag. 7. janúar 2025 18:52
Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07
„Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33
Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen. 5. janúar 2025 10:45