Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 18:52 Það gekk mikið á í látunum á milli leikmanna í æfingarleik Slóveníu og Katars í dag. Bæði lið eru á leiðinni á HM í handbolta seinna í þessum mánuði. @RasmusBoysen92 Slóvenar eru með okkur Íslendingum í riðli á HM í handbolta í þessum mánuði og þeir undirbúa sig meðal annars með leikjum við Katarbúa. Allt varð hins vegar vitlaust í æfingaleik þjóðanna í dag. Það sauð upp úr í leiknum þegar Katarbúar voru í sókn og aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Brotið var á Katarbúanum Frankis Marzo og hann var mjög ósáttur við móttökur mótherjanna. Hann virtist sparka til leikmanna Slóveníu og slóvensku leikmennirnir brugðust mjög illa við því. Bæði leikmennirnir sem voru inn á vellinum sem og þeir sem voru á bekknum hlupu í átt að Marzo og úr urðu átök á milli manna. Liðsfélagar Marzo reyndu að stíga á milli og koma sínum manni undan. Það var tekist á um tíma áður en tókst að leysa málin. Marzo endaði á því að fá blátt spjald, það er rautt spjald með skýrslu. Ekki oft sem við sjáum slíkt i æfingaleik. Slóvenar voru fjórum mörkum yfir í leiknum þegar ativkið gerðist, 31-27. Slóvenar unnu leikinn á endanum með átta marka mun 38-30. Ísland mætir Slóveníu í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu en strákarnir okkar spila áður við Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen sagði frá látunum og birti myndband af slagsmálum leikmanna sem sjá má hér fyrir neðan. Here we go😳🤯It’s just escalated in the friendly between Slovenia and Qatar. Blue card for Frankis Marzo.📹: RTV Slovenija #handball pic.twitter.com/70UvNcVicF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 7, 2025 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Það sauð upp úr í leiknum þegar Katarbúar voru í sókn og aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Brotið var á Katarbúanum Frankis Marzo og hann var mjög ósáttur við móttökur mótherjanna. Hann virtist sparka til leikmanna Slóveníu og slóvensku leikmennirnir brugðust mjög illa við því. Bæði leikmennirnir sem voru inn á vellinum sem og þeir sem voru á bekknum hlupu í átt að Marzo og úr urðu átök á milli manna. Liðsfélagar Marzo reyndu að stíga á milli og koma sínum manni undan. Það var tekist á um tíma áður en tókst að leysa málin. Marzo endaði á því að fá blátt spjald, það er rautt spjald með skýrslu. Ekki oft sem við sjáum slíkt i æfingaleik. Slóvenar voru fjórum mörkum yfir í leiknum þegar ativkið gerðist, 31-27. Slóvenar unnu leikinn á endanum með átta marka mun 38-30. Ísland mætir Slóveníu í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu en strákarnir okkar spila áður við Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen sagði frá látunum og birti myndband af slagsmálum leikmanna sem sjá má hér fyrir neðan. Here we go😳🤯It’s just escalated in the friendly between Slovenia and Qatar. Blue card for Frankis Marzo.📹: RTV Slovenija #handball pic.twitter.com/70UvNcVicF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 7, 2025
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira