Meiðslin sett strik í undirbúning Valur Páll Eiríksson skrifar 7. janúar 2025 19:01 Snorri Steinn Guðjónsson er spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku. „Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Staðan er allt í lagi. Hún er ekki fullkomin. Elvar er kominn inn en Aron er ennþá meiddur og verður ekki með okkur fyrr en í milliriðlum,“ segir Snorri um stöðuna á leikmannahópi Íslands. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson frá þar til í milliriðlinum. „Ómar Ingi datt út fyrir mót og það var vitað. Aron hefur svo sem ekki verið með okkur hingað til. Það er eitthvað í það að hann geti farið að beita sér,“ sagði hann enn fremur. Snorri Steinn segir þó tilfinninguna vera nokkuð góða eftir þær æfingar sem að baki eru. „Hún er bara fín. Maður er alltaf brattur og spenntur að byrja. Það verður gaman að máta okkur við Svíana og sjá hvað kemur út úr þeim leikjum. Við eigum ennþá eitthvað í land og þurfum að vinna áfram í okkar hlutum og fá þá til að tikka í rétta átt. Um það snúast þessir æfingaleikir og æfingar fram að móti,“ segir Snorri. Áhersluatriðin séu víða en eðlilega hafi meiðsli þeirra Arons og Ómars haft sitt að segja. „Við höfum reynt að kovera þetta allt og erum ennþá á þeirri leið. Eðlilega, að missa Ómar og að Aron sé ekki með, þá hefur farið svolítill tími í það að skoða og vega og mega hlutina og sjá hvað við munum gera þegar þeir eru ekki með,“ segir Snorri Steinn. Ákefð og læti Strákarnir halda utan á morgun til Svíþjóðar þar sem þeir spila tvo leiki við heimamenn í Kristianstad áður en farið til Zagreb hvar riðill íslenska liðsins á HM verður spilaður. En hvers leitar Snorri eftir í þessum tveimur æfingaleikjum? „Frammistöðu og að okkur líði vel með okkar leik. Það segir sig svolítið sjálft. Auðvitað eru þetta æfingaleikir og allt það en ég vil ekki hafa æfingaleikjafnyk af þessu. Ég vil sjá ákefð og læti og að við séum að reyna að vinna leikina,“ „Á sama tíma rúllar maður aðeins öðruvísi á liðinu og á einhverjum tímapunkti ertu að prófa þig áfram, einhverjar uppstillingar sem þú vilt sjá. Eflaust verður eitthvað sem gengur betur en annað en til þess eru leikirnir,“ segir Snorri Steinn sem er bjartsýnn fyrir komandi mót. „Alltaf. Þangað til annað kemur í ljós.“ Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar, liðið mætir því næst Kúbu tveimur dögum síðar og svo Slóveníu 20. janúar. Keppni hefst í milliriðli 22. janúar og vonast til að Aron verði klár í slaginn þá. Allir leikir Íslands, í riðlinum og milliriðli, fara fram í Zagreb í Króatíu. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Meiðslin haft áhrif á undirbúning
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira