Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. janúar 2025 08:02 Full ástæða er til þess að taka undir með Gunnari Hólmsteini Ársælssyni, stjórnmálafræðingi og fyrrverandi stjórnarmanni í Evrópusamtökunum, í grein hans á Vísi í gær þar sem hann kallaði eftir því að umræðan um Evrópusambandið færi fram á grundvelli staðreynda. Enginn skortur er enda á staðreyndum sem mæla gegn því að Ísland gangi í sambandið þó þær henti málstað Gunnars og annarra Evrópusambandssinna afskaplega illa og fyrir vikið ólíklegt að um staðreyndir sé að ræða samkvæmt þeirra kokkabókum. Við getum til að mynda talað um þá staðreynd að vægi ríkja í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Því fámennari, því minna vægi. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið myndi landið fá sex þingmenn á þingi þess af um 720 eins og staðan er í dag sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan væri enn verri í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði á við að eiga aðeins 5% hlutdeild í alþingismanni. Við getum að sama skapi talað um þá staðreynd að yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins yfir langflestum málaflokkur ríkja sambandsins er niður neglt í Lissabon-sáttmálanum, grundvallarlöggjöf þess sem Gunnar, sem sannfærður Evrópusambandssinni um langt árabil, hefur vafalaust kynnt sér til hlítar. Þar á meðal til dæmis í sjávarútvegs- og orkumálum sem skipta okkur Íslendinga miklu. Fram kemur enn fremur skýrt í sáttmálanum að fyrir vikið séu valdheimildir ríkjanna ávallt víkjandi gagnvart valdi sambandsins. Stöðnun en ekki stöðugleiki Við getum einnig talað um þá staðreynd að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki. Til dæmis kom þetta fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf þróunarinnar og Gunnar þekkir sömuleiðis án efa vel. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast kom til að mynda fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkaland að áfram skyldi unnið að því að Evrópusambandið yrði að sambandsríki. Við getum sömuleiðis talað um þá staðreynd að lágir vextir innan evrusvæðisins á liðnum árum hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands þar á bæ heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar með meðal annars litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi – hinn svokallaði stöðugleiki. Það er ástæða fyrir því að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vexti. Staða efnahagsmála innan svæðisins hefur einfaldlega ekki gefið tilefni til þess. Við getum líka talað um þá staðreynd að á meðan flestum ríkjum þykir það næg áskorun að reyna að tryggja að ein peningastefna og ein efnahagsstefna vinni saman er ein peningastefna á evrusvæðinu en 20 oft á tíðum gjörólíkar efnahagsstefnur sem allajafna eiga engan veginn næga samleið til þess að mynda eitt myntsvæði. Evrusvæðið hefur aldrei einu sinni uppfyllt eitt af fjórum skilyrðum kenningar nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði þrátt fyrir að vera sagt byggt á henni. Hættu að spyrja um spillinguna Við getum enn fremur talað um þá staðreynd að spilling hefur verið svo landlæg innan Evrópusambandsins að jafnvel hafa komið upp spillingarmál hjá OLAF, stofnun sambandsins sem ætlað er að berjast gegn spillingu! Samkvæmt niðurstöðum árlegrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2013 taldi mikill meirihluti íbúa ríkja þess að spilling þrifist innan stofnana sambandsins líkt og árin á undan. Viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar voru þau að hætta að spyrja þeirrar spurningar. Við getum aukinheldur talað um þá staðreynd að forsenda inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu og samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Meira að segja að mati sambandsins sjálfs. Fulltrúar þess lýstu þannig ítrekað áhyggjum af því þegar umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi að flokkarnir væru ekki samstíga í málinu. Þá hefur Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, bent á að það færi gegn þingræðisreglunni ef utanríkisráðherra undirritaði samning sem nyti ekki stuðnings meirihluta Alþingis. Þá getum við að lokum til dæmis talað um þá staðreynd að hugtakið samningaviðræður er ekki lýsandi fyrir umsóknarferlið að Evrópusambandinu samkvæmt gögnum þess sjálfs. Til að mynda kemur fram í bæklingi sem sambandið gaf út um árið til þess að útskýra ferlið að notkun hugtaksins í þessum efnum geti verið villandi þar sem viðræðurnar snúist aðeins um það hvernig og hvenær ríki aðlagaðist því en ekki hvort. Ég tek þannig sem fyrr segir heilshugar undir með Gunnari. Höldum okkur endilega við staðreyndir! Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Tengdar fréttir Ekki meira bull, takk! Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. 4. janúar 2025 12:30 Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Full ástæða er til þess að taka undir með Gunnari Hólmsteini Ársælssyni, stjórnmálafræðingi og fyrrverandi stjórnarmanni í Evrópusamtökunum, í grein hans á Vísi í gær þar sem hann kallaði eftir því að umræðan um Evrópusambandið færi fram á grundvelli staðreynda. Enginn skortur er enda á staðreyndum sem mæla gegn því að Ísland gangi í sambandið þó þær henti málstað Gunnars og annarra Evrópusambandssinna afskaplega illa og fyrir vikið ólíklegt að um staðreyndir sé að ræða samkvæmt þeirra kokkabókum. Við getum til að mynda talað um þá staðreynd að vægi ríkja í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Því fámennari, því minna vægi. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið myndi landið fá sex þingmenn á þingi þess af um 720 eins og staðan er í dag sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan væri enn verri í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði á við að eiga aðeins 5% hlutdeild í alþingismanni. Við getum að sama skapi talað um þá staðreynd að yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins yfir langflestum málaflokkur ríkja sambandsins er niður neglt í Lissabon-sáttmálanum, grundvallarlöggjöf þess sem Gunnar, sem sannfærður Evrópusambandssinni um langt árabil, hefur vafalaust kynnt sér til hlítar. Þar á meðal til dæmis í sjávarútvegs- og orkumálum sem skipta okkur Íslendinga miklu. Fram kemur enn fremur skýrt í sáttmálanum að fyrir vikið séu valdheimildir ríkjanna ávallt víkjandi gagnvart valdi sambandsins. Stöðnun en ekki stöðugleiki Við getum einnig talað um þá staðreynd að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki. Til dæmis kom þetta fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf þróunarinnar og Gunnar þekkir sömuleiðis án efa vel. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast kom til að mynda fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkaland að áfram skyldi unnið að því að Evrópusambandið yrði að sambandsríki. Við getum sömuleiðis talað um þá staðreynd að lágir vextir innan evrusvæðisins á liðnum árum hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands þar á bæ heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar með meðal annars litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi – hinn svokallaði stöðugleiki. Það er ástæða fyrir því að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vexti. Staða efnahagsmála innan svæðisins hefur einfaldlega ekki gefið tilefni til þess. Við getum líka talað um þá staðreynd að á meðan flestum ríkjum þykir það næg áskorun að reyna að tryggja að ein peningastefna og ein efnahagsstefna vinni saman er ein peningastefna á evrusvæðinu en 20 oft á tíðum gjörólíkar efnahagsstefnur sem allajafna eiga engan veginn næga samleið til þess að mynda eitt myntsvæði. Evrusvæðið hefur aldrei einu sinni uppfyllt eitt af fjórum skilyrðum kenningar nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði þrátt fyrir að vera sagt byggt á henni. Hættu að spyrja um spillinguna Við getum enn fremur talað um þá staðreynd að spilling hefur verið svo landlæg innan Evrópusambandsins að jafnvel hafa komið upp spillingarmál hjá OLAF, stofnun sambandsins sem ætlað er að berjast gegn spillingu! Samkvæmt niðurstöðum árlegrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2013 taldi mikill meirihluti íbúa ríkja þess að spilling þrifist innan stofnana sambandsins líkt og árin á undan. Viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar voru þau að hætta að spyrja þeirrar spurningar. Við getum aukinheldur talað um þá staðreynd að forsenda inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu og samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Meira að segja að mati sambandsins sjálfs. Fulltrúar þess lýstu þannig ítrekað áhyggjum af því þegar umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi að flokkarnir væru ekki samstíga í málinu. Þá hefur Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, bent á að það færi gegn þingræðisreglunni ef utanríkisráðherra undirritaði samning sem nyti ekki stuðnings meirihluta Alþingis. Þá getum við að lokum til dæmis talað um þá staðreynd að hugtakið samningaviðræður er ekki lýsandi fyrir umsóknarferlið að Evrópusambandinu samkvæmt gögnum þess sjálfs. Til að mynda kemur fram í bæklingi sem sambandið gaf út um árið til þess að útskýra ferlið að notkun hugtaksins í þessum efnum geti verið villandi þar sem viðræðurnar snúist aðeins um það hvernig og hvenær ríki aðlagaðist því en ekki hvort. Ég tek þannig sem fyrr segir heilshugar undir með Gunnari. Höldum okkur endilega við staðreyndir! Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ekki meira bull, takk! Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. 4. janúar 2025 12:30
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun