Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 3. janúar 2025 14:30 Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk . Annars vegar er um að ræða gerð verkfærakistu í markaðssetningu, sem sveitarfélagið Dalabyggð og fyrirtæki – og í raun allir áhugasamir í Dölunum geta nýtt sér nú í framhaldi. Verkfærakistan er aðallega hugsuð til að miðla heilstæðri sýn á sveitarfélagið og samfélagið allt út á við, þar sem slagorðið er: „Við yrkjum lífsgæði í Dölunum“. Ráðgjafafyrirtækið Cohn&Wolfe á Íslandi var samstarfsaðili okkar við gerð fyrrnefndrar verkfærakistu en verkefnið er í grunninn samstarfsverkefni Dalabyggðar og SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) og styrkt af C1 potti Byggðaáætlunar. Það er ansi margt jákvætt sem hægt er að miðla um Dalina s.s. eins og hvernig hrein náttúra, gott samfélag og mikil landgæði í bland við sterk lýðgæði eru grundvöllur farsæls samfélags sem byggir á lífsgæðum. Frétt um verkefnið og verkfærakistuna má nálgast á heimasíðu Dalabyggðar í gegnum eftirfarandi slóð. Í tengslum við verkefnið var einnig útbúið kynningarmyndband sem margmiðlunarfyrirtækið Broadstone útbjó, byggt m.a. á ofangreindri verkfærakistu og má sjá hér. Myndbandið er afrakstur vinnu sem sveitarfélagið og ferðaþjónar í Dölunum tóku þátt í á árinu 2024. Tekið var upp kynningarefni í Dölunum í febrúar og júlí og er búið að búa til margmiðlunarsíðu úr því þar sem gisting, afþreying og fleira áhugavert í Dölunum er kynnt til leiks. Það er heimamaðurinn, bóndinn og félagsmálafrömuðurinn Steinþór Logi Arnarsson sem er andlit Dalanna í þessu markaðsefni sem sérsniðið er að erlendum markaði, ferðaskrifstofum og þeim sem eru að skipuleggja ferðalag í Dalina. Ég hvet ykkur ágætu lesendur til að kíkja á afraksturinn og í framhaldinu reikna ég með ykkur í heimsókn í Dalina á árinu mín kæru því hér er mannlíf gott og ferðaþjónar og samfélagið allt tilbúið til að taka á móti góðum gestum því hér í Dölunum „yrkjum við lífsgæði“ í einstöku söguhéraði þar sem loftgæði eru einstök og landgæðin sömuleiðis. Dalirnir eru í þessum skilningi eins og falin perla, fagur happafengur þeim sem uppgötva Dalirnir heilla ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Björn Bjarki Þorsteinsson Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk . Annars vegar er um að ræða gerð verkfærakistu í markaðssetningu, sem sveitarfélagið Dalabyggð og fyrirtæki – og í raun allir áhugasamir í Dölunum geta nýtt sér nú í framhaldi. Verkfærakistan er aðallega hugsuð til að miðla heilstæðri sýn á sveitarfélagið og samfélagið allt út á við, þar sem slagorðið er: „Við yrkjum lífsgæði í Dölunum“. Ráðgjafafyrirtækið Cohn&Wolfe á Íslandi var samstarfsaðili okkar við gerð fyrrnefndrar verkfærakistu en verkefnið er í grunninn samstarfsverkefni Dalabyggðar og SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) og styrkt af C1 potti Byggðaáætlunar. Það er ansi margt jákvætt sem hægt er að miðla um Dalina s.s. eins og hvernig hrein náttúra, gott samfélag og mikil landgæði í bland við sterk lýðgæði eru grundvöllur farsæls samfélags sem byggir á lífsgæðum. Frétt um verkefnið og verkfærakistuna má nálgast á heimasíðu Dalabyggðar í gegnum eftirfarandi slóð. Í tengslum við verkefnið var einnig útbúið kynningarmyndband sem margmiðlunarfyrirtækið Broadstone útbjó, byggt m.a. á ofangreindri verkfærakistu og má sjá hér. Myndbandið er afrakstur vinnu sem sveitarfélagið og ferðaþjónar í Dölunum tóku þátt í á árinu 2024. Tekið var upp kynningarefni í Dölunum í febrúar og júlí og er búið að búa til margmiðlunarsíðu úr því þar sem gisting, afþreying og fleira áhugavert í Dölunum er kynnt til leiks. Það er heimamaðurinn, bóndinn og félagsmálafrömuðurinn Steinþór Logi Arnarsson sem er andlit Dalanna í þessu markaðsefni sem sérsniðið er að erlendum markaði, ferðaskrifstofum og þeim sem eru að skipuleggja ferðalag í Dalina. Ég hvet ykkur ágætu lesendur til að kíkja á afraksturinn og í framhaldinu reikna ég með ykkur í heimsókn í Dalina á árinu mín kæru því hér er mannlíf gott og ferðaþjónar og samfélagið allt tilbúið til að taka á móti góðum gestum því hér í Dölunum „yrkjum við lífsgæði“ í einstöku söguhéraði þar sem loftgæði eru einstök og landgæðin sömuleiðis. Dalirnir eru í þessum skilningi eins og falin perla, fagur happafengur þeim sem uppgötva Dalirnir heilla ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar