Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 3. janúar 2025 14:30 Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk . Annars vegar er um að ræða gerð verkfærakistu í markaðssetningu, sem sveitarfélagið Dalabyggð og fyrirtæki – og í raun allir áhugasamir í Dölunum geta nýtt sér nú í framhaldi. Verkfærakistan er aðallega hugsuð til að miðla heilstæðri sýn á sveitarfélagið og samfélagið allt út á við, þar sem slagorðið er: „Við yrkjum lífsgæði í Dölunum“. Ráðgjafafyrirtækið Cohn&Wolfe á Íslandi var samstarfsaðili okkar við gerð fyrrnefndrar verkfærakistu en verkefnið er í grunninn samstarfsverkefni Dalabyggðar og SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) og styrkt af C1 potti Byggðaáætlunar. Það er ansi margt jákvætt sem hægt er að miðla um Dalina s.s. eins og hvernig hrein náttúra, gott samfélag og mikil landgæði í bland við sterk lýðgæði eru grundvöllur farsæls samfélags sem byggir á lífsgæðum. Frétt um verkefnið og verkfærakistuna má nálgast á heimasíðu Dalabyggðar í gegnum eftirfarandi slóð. Í tengslum við verkefnið var einnig útbúið kynningarmyndband sem margmiðlunarfyrirtækið Broadstone útbjó, byggt m.a. á ofangreindri verkfærakistu og má sjá hér. Myndbandið er afrakstur vinnu sem sveitarfélagið og ferðaþjónar í Dölunum tóku þátt í á árinu 2024. Tekið var upp kynningarefni í Dölunum í febrúar og júlí og er búið að búa til margmiðlunarsíðu úr því þar sem gisting, afþreying og fleira áhugavert í Dölunum er kynnt til leiks. Það er heimamaðurinn, bóndinn og félagsmálafrömuðurinn Steinþór Logi Arnarsson sem er andlit Dalanna í þessu markaðsefni sem sérsniðið er að erlendum markaði, ferðaskrifstofum og þeim sem eru að skipuleggja ferðalag í Dalina. Ég hvet ykkur ágætu lesendur til að kíkja á afraksturinn og í framhaldinu reikna ég með ykkur í heimsókn í Dalina á árinu mín kæru því hér er mannlíf gott og ferðaþjónar og samfélagið allt tilbúið til að taka á móti góðum gestum því hér í Dölunum „yrkjum við lífsgæði“ í einstöku söguhéraði þar sem loftgæði eru einstök og landgæðin sömuleiðis. Dalirnir eru í þessum skilningi eins og falin perla, fagur happafengur þeim sem uppgötva Dalirnir heilla ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Björn Bjarki Þorsteinsson Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk . Annars vegar er um að ræða gerð verkfærakistu í markaðssetningu, sem sveitarfélagið Dalabyggð og fyrirtæki – og í raun allir áhugasamir í Dölunum geta nýtt sér nú í framhaldi. Verkfærakistan er aðallega hugsuð til að miðla heilstæðri sýn á sveitarfélagið og samfélagið allt út á við, þar sem slagorðið er: „Við yrkjum lífsgæði í Dölunum“. Ráðgjafafyrirtækið Cohn&Wolfe á Íslandi var samstarfsaðili okkar við gerð fyrrnefndrar verkfærakistu en verkefnið er í grunninn samstarfsverkefni Dalabyggðar og SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) og styrkt af C1 potti Byggðaáætlunar. Það er ansi margt jákvætt sem hægt er að miðla um Dalina s.s. eins og hvernig hrein náttúra, gott samfélag og mikil landgæði í bland við sterk lýðgæði eru grundvöllur farsæls samfélags sem byggir á lífsgæðum. Frétt um verkefnið og verkfærakistuna má nálgast á heimasíðu Dalabyggðar í gegnum eftirfarandi slóð. Í tengslum við verkefnið var einnig útbúið kynningarmyndband sem margmiðlunarfyrirtækið Broadstone útbjó, byggt m.a. á ofangreindri verkfærakistu og má sjá hér. Myndbandið er afrakstur vinnu sem sveitarfélagið og ferðaþjónar í Dölunum tóku þátt í á árinu 2024. Tekið var upp kynningarefni í Dölunum í febrúar og júlí og er búið að búa til margmiðlunarsíðu úr því þar sem gisting, afþreying og fleira áhugavert í Dölunum er kynnt til leiks. Það er heimamaðurinn, bóndinn og félagsmálafrömuðurinn Steinþór Logi Arnarsson sem er andlit Dalanna í þessu markaðsefni sem sérsniðið er að erlendum markaði, ferðaskrifstofum og þeim sem eru að skipuleggja ferðalag í Dalina. Ég hvet ykkur ágætu lesendur til að kíkja á afraksturinn og í framhaldinu reikna ég með ykkur í heimsókn í Dalina á árinu mín kæru því hér er mannlíf gott og ferðaþjónar og samfélagið allt tilbúið til að taka á móti góðum gestum því hér í Dölunum „yrkjum við lífsgæði“ í einstöku söguhéraði þar sem loftgæði eru einstök og landgæðin sömuleiðis. Dalirnir eru í þessum skilningi eins og falin perla, fagur happafengur þeim sem uppgötva Dalirnir heilla ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar