Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar 27. desember 2024 16:31 Árið 2024 hefur ekki bara verið viðburðaríkt þegar kemur að því að velja einstaklinga til að leiða þjóð, þing og kirkju. Eitt af því sem einkenndi árið var vinna við kjarasamninga, bæði á opinberum og almennum markaði. Sumum samningum tókst að ljúka á meðan aðrir, þar á meðal samningar við aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), eru enn í viðræðuferli. Umræða á opinberum vettvangi um kjarasamninga hefur tilhneigingu til að einfalda það verkefni sem launafólki og launagreiðendum er falið við kjarasamningaborðið. Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli. Þar var sótt í sama grunn og síðustu ár sem eru prósentuhækkanir með krónutölugólfi og komu til móts við sanngjarnar kröfur um meiri hækkun til þeirra lægst launuðu á almennum markaði. Sá grunnur hefur sannarlega leitt til bættra kjara þess hóps undanfarin ár en uppbygging þeirra samninga hefur alls ekki komið til móts við meginmarkmið KÍ um jöfnun launa sérfræðinga í íslenska fræðslugeiranum við sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár. Það var því alltaf ljóst að sú uppskrift sem lögð var fram með því sem svo var farið að kalla „merki markaðarins“ var aldrei sú sem leitt gæti kjarasamning við KÍ til lykta, enda þær kröfur ekki sanngjarnar fyrir okkar félagsfólk. Fyrrnefnd markmið um jöfnun launa vísa í annað merki, merkið það er samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016, sem nánar tiltekið er að finna í 7. grein samkomulagsins, sem fjallar um það að horfa skuli til þess hvort er að finna ómálefnalegan launamun milli launafólks á almennum og opinberum markaði og ef hann er til staðar þá skuli jafna þann mun. Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið. Kennarasamningar verða að horfa til þeirra áherslna sem eru mikilvægar til að uppfylla þá kröfu sem við finnum samhljóm með hjá þjóðinni. Þá kröfu að fjárfest verði í kennurum og þannig tryggt að við snúum við þeirri þróun að stöðugt lækkar hlutfall faglærðra kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum landsins. Kennarar leiða fagmennsku í skólastarfi og tryggja þann stöðugleika sem börn eiga skilið. Kjarasamningar við kennara þurfa að endurspegla mikilvægi þess, við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf. Það hefur verið fróðlegt að sjá viðbrögð launagreiðenda við þeirri sjálfsögðu kröfu að samningar við félagsfólk KÍ byggi á þessu markmiði. Fyrst í stað var látið eins og um „óskýrar kröfur“ væri að ræða en svo var teiknuð upp mynd af ósanngirni þess að KÍ teldi sig eiga meira inni. Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið. Það að fjölmenn kvennastétt eins og kennarar fái þá leiðréttingu, sem felast átti í fyrrnefndu samkomulagi frá 2016, sé svo hættulegt fyrir efnahagshorfur samfélagsins að það nái ekki nokkurri átt. Aðgerðir KÍ til að ná fram markmiðum sínum leiddu svo af sér umræðu um verkfallsrétt opinbers launafólks og undir lok ársins gaf klappstýra launagreiðenda, Viðskiptaráð, út verðmiðann á þeim ofboðslegu kjörum sem opinber markaður nyti umfram aðra. Gleymdi reyndar að horfa til þeirra réttinda sem á almenna markaðnum eru, en gott og vel. Sýnin var skýr. Farið aftur í línuna okkar og gerið eins og við segjum! Helst strax! Að sjálfsögðu verður það ekki svo. Það er sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr framlagi þeirra sem vinna í kerfunum okkar, launafólks á opinberum markaði. Enda er það svo að þessar raddir endurspegla ekki meirihluta samfélagsins sem gerir réttmætar kröfur um gæði menntunar og annarra þátta sem starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir. Og svo að það sé á hreinu þá erum við hjá KÍ fullkomlega meðvituð um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið. Það þarf að gerast í samhengi við grunnmarkmiðið sem er að jafna laun sérfræðinga á opinberum og almennum markaði. Við vitum það líka að sú aðgerð getur tekið lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga og höfum við lagt fram tillögur um þá útfærslu. Tillögur sem við trúum að séu grundvöllur að þeirri samfélagssátt sem við teljum að felist í því að fjárfest verði í kennurum og þannig verði tryggð fagmennska og stöðugleiki í skólastarfi. Fram undan er nýtt ár með ný fyrirheit. Við samningaborðið næstu daga og vikur munum við hjá KÍ halda áfram að vinna að því markmiði og erum fullviss um að upphrópanir, byggðar á þanþoli launagreiðenda, þagni og grýlan um opinbera markaðinn fari til fjalla með nöfnu sinni, og snúi ekki aftur. Afraksturinn verði samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfsemi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla. Fyrir okkur öll! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2024 hefur ekki bara verið viðburðaríkt þegar kemur að því að velja einstaklinga til að leiða þjóð, þing og kirkju. Eitt af því sem einkenndi árið var vinna við kjarasamninga, bæði á opinberum og almennum markaði. Sumum samningum tókst að ljúka á meðan aðrir, þar á meðal samningar við aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), eru enn í viðræðuferli. Umræða á opinberum vettvangi um kjarasamninga hefur tilhneigingu til að einfalda það verkefni sem launafólki og launagreiðendum er falið við kjarasamningaborðið. Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli. Þar var sótt í sama grunn og síðustu ár sem eru prósentuhækkanir með krónutölugólfi og komu til móts við sanngjarnar kröfur um meiri hækkun til þeirra lægst launuðu á almennum markaði. Sá grunnur hefur sannarlega leitt til bættra kjara þess hóps undanfarin ár en uppbygging þeirra samninga hefur alls ekki komið til móts við meginmarkmið KÍ um jöfnun launa sérfræðinga í íslenska fræðslugeiranum við sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár. Það var því alltaf ljóst að sú uppskrift sem lögð var fram með því sem svo var farið að kalla „merki markaðarins“ var aldrei sú sem leitt gæti kjarasamning við KÍ til lykta, enda þær kröfur ekki sanngjarnar fyrir okkar félagsfólk. Fyrrnefnd markmið um jöfnun launa vísa í annað merki, merkið það er samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016, sem nánar tiltekið er að finna í 7. grein samkomulagsins, sem fjallar um það að horfa skuli til þess hvort er að finna ómálefnalegan launamun milli launafólks á almennum og opinberum markaði og ef hann er til staðar þá skuli jafna þann mun. Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið. Kennarasamningar verða að horfa til þeirra áherslna sem eru mikilvægar til að uppfylla þá kröfu sem við finnum samhljóm með hjá þjóðinni. Þá kröfu að fjárfest verði í kennurum og þannig tryggt að við snúum við þeirri þróun að stöðugt lækkar hlutfall faglærðra kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum landsins. Kennarar leiða fagmennsku í skólastarfi og tryggja þann stöðugleika sem börn eiga skilið. Kjarasamningar við kennara þurfa að endurspegla mikilvægi þess, við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf. Það hefur verið fróðlegt að sjá viðbrögð launagreiðenda við þeirri sjálfsögðu kröfu að samningar við félagsfólk KÍ byggi á þessu markmiði. Fyrst í stað var látið eins og um „óskýrar kröfur“ væri að ræða en svo var teiknuð upp mynd af ósanngirni þess að KÍ teldi sig eiga meira inni. Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið. Það að fjölmenn kvennastétt eins og kennarar fái þá leiðréttingu, sem felast átti í fyrrnefndu samkomulagi frá 2016, sé svo hættulegt fyrir efnahagshorfur samfélagsins að það nái ekki nokkurri átt. Aðgerðir KÍ til að ná fram markmiðum sínum leiddu svo af sér umræðu um verkfallsrétt opinbers launafólks og undir lok ársins gaf klappstýra launagreiðenda, Viðskiptaráð, út verðmiðann á þeim ofboðslegu kjörum sem opinber markaður nyti umfram aðra. Gleymdi reyndar að horfa til þeirra réttinda sem á almenna markaðnum eru, en gott og vel. Sýnin var skýr. Farið aftur í línuna okkar og gerið eins og við segjum! Helst strax! Að sjálfsögðu verður það ekki svo. Það er sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr framlagi þeirra sem vinna í kerfunum okkar, launafólks á opinberum markaði. Enda er það svo að þessar raddir endurspegla ekki meirihluta samfélagsins sem gerir réttmætar kröfur um gæði menntunar og annarra þátta sem starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir. Og svo að það sé á hreinu þá erum við hjá KÍ fullkomlega meðvituð um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið. Það þarf að gerast í samhengi við grunnmarkmiðið sem er að jafna laun sérfræðinga á opinberum og almennum markaði. Við vitum það líka að sú aðgerð getur tekið lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga og höfum við lagt fram tillögur um þá útfærslu. Tillögur sem við trúum að séu grundvöllur að þeirri samfélagssátt sem við teljum að felist í því að fjárfest verði í kennurum og þannig verði tryggð fagmennska og stöðugleiki í skólastarfi. Fram undan er nýtt ár með ný fyrirheit. Við samningaborðið næstu daga og vikur munum við hjá KÍ halda áfram að vinna að því markmiði og erum fullviss um að upphrópanir, byggðar á þanþoli launagreiðenda, þagni og grýlan um opinbera markaðinn fari til fjalla með nöfnu sinni, og snúi ekki aftur. Afraksturinn verði samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfsemi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla. Fyrir okkur öll! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar