Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar 23. desember 2024 10:00 Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022. Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Rafmyntir eru á hraðri útleið á meðan áherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins. Gagnaversbyggingar með hátæknistarfsemi nota almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla og m.a. þess vegna felur þessi umbreyting í sér minni raforkunotkun. Þar að auki dregst raforkunotkun saman einfaldlega vegna umbreytinganna sjálfra en það tekur tíma fyrir gagnaverin að afla nýrra viðskiptavina og uppfæra aðstöðuna að ríkum kröfum þeirra. Opinberar tölur Orkustofnunar sýna þessa þróun svart á hvítu en raforkunotkun gagnavera á Íslandi hefur dregist saman um 60% á rúmu ári. Sala Landsvirkjunar til gagnavera hefur dregist ennþá meira saman. Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera það að verkum að gagnaversstarfsemi er spennandi atvinnugrein sem væntingar standa til að muni vaxa margfalt samanborið við aðra geira á næstu árum. Gagnaver nota nú þegar um 1,5% af raforku í heiminum. Landsvirkjun er með skýra forgangsröðun í raforkusölu. Í forgangi er að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og styðja við orkuskipti, Þá ætlar Landsvirkjun að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, m.a. í gagnaverum með hátæknistarfsemi. Loks verður svo lögð áhersla á að styðja við framþróun núverandi stórnotenda, en dæmi um slík verkefni er steypuskáli Norðuráls á Grundartanga Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Gagnaver Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022. Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Rafmyntir eru á hraðri útleið á meðan áherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins. Gagnaversbyggingar með hátæknistarfsemi nota almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla og m.a. þess vegna felur þessi umbreyting í sér minni raforkunotkun. Þar að auki dregst raforkunotkun saman einfaldlega vegna umbreytinganna sjálfra en það tekur tíma fyrir gagnaverin að afla nýrra viðskiptavina og uppfæra aðstöðuna að ríkum kröfum þeirra. Opinberar tölur Orkustofnunar sýna þessa þróun svart á hvítu en raforkunotkun gagnavera á Íslandi hefur dregist saman um 60% á rúmu ári. Sala Landsvirkjunar til gagnavera hefur dregist ennþá meira saman. Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera það að verkum að gagnaversstarfsemi er spennandi atvinnugrein sem væntingar standa til að muni vaxa margfalt samanborið við aðra geira á næstu árum. Gagnaver nota nú þegar um 1,5% af raforku í heiminum. Landsvirkjun er með skýra forgangsröðun í raforkusölu. Í forgangi er að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og styðja við orkuskipti, Þá ætlar Landsvirkjun að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, m.a. í gagnaverum með hátæknistarfsemi. Loks verður svo lögð áhersla á að styðja við framþróun núverandi stórnotenda, en dæmi um slík verkefni er steypuskáli Norðuráls á Grundartanga Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar