Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:01 Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaramál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun