„Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2024 08:04 Borche Ilievski er mættur aftur í efstu deild. Hann ætlaði sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi en núna hefur hann verið hér á landi í átján ár með sinni fjölskyldu og er ekkert á förum. vísir/daníel „Líf okkar er á Íslandi,“ segir körfuboltaþjálfarinn Borche Ilievski sem ætlaði að stoppa stutt við á Íslandi með fjölskyldu sinni en nú, átján árum síðar, hafa þau fest rætur hér á landi. Á dögunum sögðum við ykkur frá frábæru gengi Bónus deildar lið ÍR í körfubolta sem hefur nú unnið fjóra leik í röð eftir að ráðist var í þjálfarabreytingar og Borche Ilievski ráðinn til starfa. Auk þess að þjálfa ÍR starfar Borche sem íþróttakennari í Landakotsskóla og hefur gert undanfarin þrjú ár. Þú ert allan daginn í íþróttasalnum. Hljóma eins og fullkomnar aðstæður. „Já klárlega,“ svarar Borche. „Síðustu þrjú ár hef ég starfað sem íþróttakennari hjá Landakotsskóla. Mínir dagar hefjast hér í íþróttasalnum hjá KR þar sem að ég kenni frá klukkan átta á morgnanna til klukkan tvö á daginn. Ég nýt þess að starfa í kringum þessi börn. Svo þarf maður að hvílast á milli, undirbúa sig og halda síðan aftur í íþróttasalinn að þjálfa ÍR. Ég nýt þessa fyrirkomulags, auðvitað getur það reynt á en er einnig mjög gaman. Í leik okkar gegn KR á dögunum voru flestir minna nemenda í stúkunni, og studdu auðvitað KR. En það var mjög gaman.“ Ætlaði að stoppa stutt á Íslandi Borche var þjálfari ÍR yfir sjö ára tímabil til ársins 2021 og gerði frábæra hluti með liðið en saga hans og fjölskyldunnar hér á landi teygir sig átján ár aftur í tímann þegar að þau fluttust hingað búferlum frá Norður-Makedóníu og Borche tók við liði KFÍ á Ísafirði. „Árið 2006 þegar að ég kem fyrst til Ísland og tek við KFÍ á Ísafirði varst þú þar sem krakki. Ég ætlaði bara stoppa stutt við á Íslandi. Á þessum tíma hafði ég verið valinn efnilegasti þjálfarinn í heimalandi mínu Norður-Makedóníu. Með því fóru hjólin að snúast og ég fékk atvinnutilboð frá Mið-Austurlöndum, Barein og Íslandi þá 31 árs gamall. Ég ákvað að reyna fyrir mér á Íslandi. Þannig hófst þessi saga. Fyrstu árunum varði ég á Ísafirði, átti þar frábær ár. Þaðan fórum við til Sauðárkróks og svo til Reykjavíkur. Okkur fjölskyldunni líður sífellt meira eins og Íslendingum. Þrátt fyrir að ég tali ekki íslensku. Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar. Líf okkar er á Íslandi og ég nýt þess að gefa til baka í gegnum körfuboltann, hvort sem það er í gegnum yngri landsliðin eða félagsliðin. Körfuboltinn er mitt líf.“ Bónus-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Á dögunum sögðum við ykkur frá frábæru gengi Bónus deildar lið ÍR í körfubolta sem hefur nú unnið fjóra leik í röð eftir að ráðist var í þjálfarabreytingar og Borche Ilievski ráðinn til starfa. Auk þess að þjálfa ÍR starfar Borche sem íþróttakennari í Landakotsskóla og hefur gert undanfarin þrjú ár. Þú ert allan daginn í íþróttasalnum. Hljóma eins og fullkomnar aðstæður. „Já klárlega,“ svarar Borche. „Síðustu þrjú ár hef ég starfað sem íþróttakennari hjá Landakotsskóla. Mínir dagar hefjast hér í íþróttasalnum hjá KR þar sem að ég kenni frá klukkan átta á morgnanna til klukkan tvö á daginn. Ég nýt þess að starfa í kringum þessi börn. Svo þarf maður að hvílast á milli, undirbúa sig og halda síðan aftur í íþróttasalinn að þjálfa ÍR. Ég nýt þessa fyrirkomulags, auðvitað getur það reynt á en er einnig mjög gaman. Í leik okkar gegn KR á dögunum voru flestir minna nemenda í stúkunni, og studdu auðvitað KR. En það var mjög gaman.“ Ætlaði að stoppa stutt á Íslandi Borche var þjálfari ÍR yfir sjö ára tímabil til ársins 2021 og gerði frábæra hluti með liðið en saga hans og fjölskyldunnar hér á landi teygir sig átján ár aftur í tímann þegar að þau fluttust hingað búferlum frá Norður-Makedóníu og Borche tók við liði KFÍ á Ísafirði. „Árið 2006 þegar að ég kem fyrst til Ísland og tek við KFÍ á Ísafirði varst þú þar sem krakki. Ég ætlaði bara stoppa stutt við á Íslandi. Á þessum tíma hafði ég verið valinn efnilegasti þjálfarinn í heimalandi mínu Norður-Makedóníu. Með því fóru hjólin að snúast og ég fékk atvinnutilboð frá Mið-Austurlöndum, Barein og Íslandi þá 31 árs gamall. Ég ákvað að reyna fyrir mér á Íslandi. Þannig hófst þessi saga. Fyrstu árunum varði ég á Ísafirði, átti þar frábær ár. Þaðan fórum við til Sauðárkróks og svo til Reykjavíkur. Okkur fjölskyldunni líður sífellt meira eins og Íslendingum. Þrátt fyrir að ég tali ekki íslensku. Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar. Líf okkar er á Íslandi og ég nýt þess að gefa til baka í gegnum körfuboltann, hvort sem það er í gegnum yngri landsliðin eða félagsliðin. Körfuboltinn er mitt líf.“
Bónus-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira