Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 13. desember 2024 23:32 Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar. Reyndar kom undrunin heldur seint og ekki eftir ábendingar íbúa, sem eins og jafnan máttu sín lítils gagnvart yfirvöldum og fengu yfirleitt engin svör. Áhyggjur borgaryfirvalda voru engar fyrr en fjölmiðlaumfjöllun var orðin óþægileg. Skemman sem byggð var fyrir blokkina í Breiðholti var ekki skipulagsslys. Slys eru ekki skipulögð. Skemman var í samræmi við stefnu borgaryfirvalda. Fyrirtækið sem byggði skemmuna upplýsti m.a.s. um að borgin hefði viljað hafa hana enn stærri. Umsókn um að draga úr byggingarmagni (úr 15.000 fm í 11.500) hefði verið hafnað. Samt var umfangið minnkað en greitt fyrir eins og byggt hefði verið að fullu. Í þessu birtist ein af ástæðunum fyrir þessari uppákomu og ótal mörgum öðrum. Linnulaus hallarekstur borgarinnar hefur gert hana háða sölu byggingarréttar. En ekki hvar sem er. Það verður nefnilega að byggja sem mest á svo kölluðum „þéttingarreitum”, í samræmi við stefnuna um þéttingu byggðar og Borgarlínu. Loks er þetta afleiðing af virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart íbúunum. Í Reykjavík samtímans eru þeir til fyrir borgina, ekki öfugt. Þetta er þó ekki nýtilkomið. Áður en ég hóf þátttöku í stjórnmálum tók ég myndir sem fylgja hér að ofan til að sýna hvernig það væri orðin stefna borgarinnar að grafa út heilu lóðirnar (eða nokkrar saman) í miðbænum og byggja út að lóðamörkum (og stundum meira). Ef þetta hefði verið gert á öllum lóðum væri byggðin bara einn stór klumpur. Eftir að þéttingarstefnan færðist í aukana hefur verið byggt fyrir útsýni fólks um alla borg á svæðum sem áttu að vera græn en ekki byggingarreitir. Byggt er þétt upp að umferðargötum (eða flugvelli) þ.a. gluggar megi jafnvel ekki vera með opnanleg fög. Bílastæðum er haldið í lágmarki og eiga helst engin að vera svo þvinga megi fólk í hinum dýru bílastæðalausu íbúðum upp í Borgarlínu. Allt er þetta gert samkvæmt kreddum og án tengingar við raunveruleikann og eðli borgarinnar. Raunar líka án tengingar við mannlegt eðli. Afleiðingarnar birtast loks ljóslega í framkvæmdum eins og þeim sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Litið er fram hjá áhyggjum íbúa og ekki brugðist við fyrr en skaðinn er skeður. Þegar raunveruleikinn blasir við skilja þeir sem skipulögðu allt saman ekki neitt í neinu og tala um „fíaskó” sem þurfi einhvern veginn að bregðast við. Þó líklega ekki með breyttri stefnu. Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skipulag Reykjavík Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar. Reyndar kom undrunin heldur seint og ekki eftir ábendingar íbúa, sem eins og jafnan máttu sín lítils gagnvart yfirvöldum og fengu yfirleitt engin svör. Áhyggjur borgaryfirvalda voru engar fyrr en fjölmiðlaumfjöllun var orðin óþægileg. Skemman sem byggð var fyrir blokkina í Breiðholti var ekki skipulagsslys. Slys eru ekki skipulögð. Skemman var í samræmi við stefnu borgaryfirvalda. Fyrirtækið sem byggði skemmuna upplýsti m.a.s. um að borgin hefði viljað hafa hana enn stærri. Umsókn um að draga úr byggingarmagni (úr 15.000 fm í 11.500) hefði verið hafnað. Samt var umfangið minnkað en greitt fyrir eins og byggt hefði verið að fullu. Í þessu birtist ein af ástæðunum fyrir þessari uppákomu og ótal mörgum öðrum. Linnulaus hallarekstur borgarinnar hefur gert hana háða sölu byggingarréttar. En ekki hvar sem er. Það verður nefnilega að byggja sem mest á svo kölluðum „þéttingarreitum”, í samræmi við stefnuna um þéttingu byggðar og Borgarlínu. Loks er þetta afleiðing af virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart íbúunum. Í Reykjavík samtímans eru þeir til fyrir borgina, ekki öfugt. Þetta er þó ekki nýtilkomið. Áður en ég hóf þátttöku í stjórnmálum tók ég myndir sem fylgja hér að ofan til að sýna hvernig það væri orðin stefna borgarinnar að grafa út heilu lóðirnar (eða nokkrar saman) í miðbænum og byggja út að lóðamörkum (og stundum meira). Ef þetta hefði verið gert á öllum lóðum væri byggðin bara einn stór klumpur. Eftir að þéttingarstefnan færðist í aukana hefur verið byggt fyrir útsýni fólks um alla borg á svæðum sem áttu að vera græn en ekki byggingarreitir. Byggt er þétt upp að umferðargötum (eða flugvelli) þ.a. gluggar megi jafnvel ekki vera með opnanleg fög. Bílastæðum er haldið í lágmarki og eiga helst engin að vera svo þvinga megi fólk í hinum dýru bílastæðalausu íbúðum upp í Borgarlínu. Allt er þetta gert samkvæmt kreddum og án tengingar við raunveruleikann og eðli borgarinnar. Raunar líka án tengingar við mannlegt eðli. Afleiðingarnar birtast loks ljóslega í framkvæmdum eins og þeim sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Litið er fram hjá áhyggjum íbúa og ekki brugðist við fyrr en skaðinn er skeður. Þegar raunveruleikinn blasir við skilja þeir sem skipulögðu allt saman ekki neitt í neinu og tala um „fíaskó” sem þurfi einhvern veginn að bregðast við. Þó líklega ekki með breyttri stefnu. Höfundur er formaður Miðflokksins
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun