Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar 12. desember 2024 14:02 Sjómannadagsráð afhenti á árinu tvö ný hús með leiguíbúðum á Skógarvegi í Reykjavík. Alls eru þetta 87 íbúðir í tveimur samtengdum húsum fyrir fólk 65 ára og eldra. Fyrra húsið var afhent í júlí og það seinna í október og eru bæði húsin tengd lífsgæðakjarnanum Sléttunni þar sem hægt er að sækja fjölbreytta þjónustu. Húsin eru byggð út frá hugmyndafræði DAS en kjarninn í þeirri hugmyndafræði er að veita eldra fólk tækifæri til að búa sem lengst heima hjá sér og njóta lífsgæðanna í nánasta umhverfi. Samkvæmt opinberum spám mun hlutfall fólks 67 ára og eldra á Íslandi vera orðið 19% árið 2040, þá um 76.000 talsins. Vaxandi hópur fólks á þessum besta aldri kallar á þróun og uppbyggingu á byggingum og þjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum og hefur Sjómannadagsráð starfað lengi með hönnuðum sem hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Fyrstu íbúðirnar voru byggðar árið 2001 og síðan þá hafa nýjar byggingar verið þróaðar hvað varðar hönnun og skipulag, þar sem hlustað er á þarfir íbúanna og íbúðum breytt í samræmi við þær þarfir. Íbúðirnar eru t.a.m. mismunandi stórar til að ná til sem flestra en sömu gæði er að finna alls staðar í efnisvali og innréttingum og aðgengi er alls staðar gott. Huggulegir og vistlegir gangar tengja saman íbúðakjarna og þjónustumiðstöðvar og eru gönguleiðir hafðar eins stuttar og hægt er. Ör fjölgun í hópi eldra fólks er áskorun um allan heim og kallar á breytingu á viðhorfum og aðferðum í málefnum þeirra. Hugtakið heilbrigð öldrun hefur því sprottið fram og í því felst að fólk viðhaldi virkni og færni til að stunda athafnir daglegs lífs á efri árum og líði almennt vel. Öll uppbygging Sjómannadagsráðs hefur þetta hugtak að leiðarljósi. Þjónustan sem er í boði í lífsgæðakjarna DAS á Sléttunni styður við að þeir sem nýta sér hana geti búið lengur heima. Í kjarnanum er hægt að sækja sér félagsskap, borða hollan og fjölbreyttan mat og nýta sér ýmsa heilsueflandi þjónustu eins og líkamsræktina. Lífið í kjarnanum á að vekja gleði og vellíðan enda er þessi hluti æviskeiðs okkar sannarlega tíminn til að njóta. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sjómannadagsráð afhenti á árinu tvö ný hús með leiguíbúðum á Skógarvegi í Reykjavík. Alls eru þetta 87 íbúðir í tveimur samtengdum húsum fyrir fólk 65 ára og eldra. Fyrra húsið var afhent í júlí og það seinna í október og eru bæði húsin tengd lífsgæðakjarnanum Sléttunni þar sem hægt er að sækja fjölbreytta þjónustu. Húsin eru byggð út frá hugmyndafræði DAS en kjarninn í þeirri hugmyndafræði er að veita eldra fólk tækifæri til að búa sem lengst heima hjá sér og njóta lífsgæðanna í nánasta umhverfi. Samkvæmt opinberum spám mun hlutfall fólks 67 ára og eldra á Íslandi vera orðið 19% árið 2040, þá um 76.000 talsins. Vaxandi hópur fólks á þessum besta aldri kallar á þróun og uppbyggingu á byggingum og þjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum og hefur Sjómannadagsráð starfað lengi með hönnuðum sem hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Fyrstu íbúðirnar voru byggðar árið 2001 og síðan þá hafa nýjar byggingar verið þróaðar hvað varðar hönnun og skipulag, þar sem hlustað er á þarfir íbúanna og íbúðum breytt í samræmi við þær þarfir. Íbúðirnar eru t.a.m. mismunandi stórar til að ná til sem flestra en sömu gæði er að finna alls staðar í efnisvali og innréttingum og aðgengi er alls staðar gott. Huggulegir og vistlegir gangar tengja saman íbúðakjarna og þjónustumiðstöðvar og eru gönguleiðir hafðar eins stuttar og hægt er. Ör fjölgun í hópi eldra fólks er áskorun um allan heim og kallar á breytingu á viðhorfum og aðferðum í málefnum þeirra. Hugtakið heilbrigð öldrun hefur því sprottið fram og í því felst að fólk viðhaldi virkni og færni til að stunda athafnir daglegs lífs á efri árum og líði almennt vel. Öll uppbygging Sjómannadagsráðs hefur þetta hugtak að leiðarljósi. Þjónustan sem er í boði í lífsgæðakjarna DAS á Sléttunni styður við að þeir sem nýta sér hana geti búið lengur heima. Í kjarnanum er hægt að sækja sér félagsskap, borða hollan og fjölbreyttan mat og nýta sér ýmsa heilsueflandi þjónustu eins og líkamsræktina. Lífið í kjarnanum á að vekja gleði og vellíðan enda er þessi hluti æviskeiðs okkar sannarlega tíminn til að njóta. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar