Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2024 10:31 Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun