„Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 9. desember 2024 21:58 Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var ánægður eftir sigurinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistararnir í Keflavík verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Vís bikarsins eftir flottan ellefu stiga sigur á Tindastól 81-70. Þetta var annar sigur liðsins gegn sterku liði Tindastóls á stuttum tíma. „Þetta var klárlega liðssigur og varnarsigur. Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Þetta var annar sigur Keflavíkur gegn Tindastól um helgina en Keflavík kjöldró Tindastól á föstudaginn. „Þetta var alveg skrítið að undirbúa sig aftur fyrir sama lið en það er bara geggjað og Tindastóll er náttúrulega bara frábært lið. Það er frábært að halda þeim í 70 stigum og við gerðum bara mjög vel og fráköstuðum mjög vel sem var fannst mér lykillinn af þessu,“ sagði Halldór. Halldór Garðar talaði um að fráköstin hefðu verið lykillinn af sigrinum í kvöld ásamt góðum varnarleik. „Það eru fráköstin klárlega. Við höldum þeim í 25 stigum í seinni hálfleik og þar af átta í fjórða leikhluta þannig varnarleikurinn eitt, tvö og þrjú. Það var bara þannig í dag,“ sagði Halldór. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir í þessum leik eins og við sáum í fyrri leik liðana um helgina. „Það er kannski ekki eðlilegt að skjóta 60% í þriggja þó við eigum það alveg til. Ég veit það ekki, kannski bara tveir leikir á stuttum tíma og fæturnir aðeins þyngri. Menn voru að leggja meiri baráttu í vörnina.“ Flestir spekingar landsins hafa talað upp Tindastól og Stjörnuna sem bestu lið landsins um þessar mundir en það má þó alls ekki afskrifa Keflavík. „Þetta er bara mjög fljótt að breytast og það eru mörg lið að gera sig líklega. Við erum klárlega í mixinu þannig við höldum bara áfram,“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort að Keflavík ætti einhvern óska mótherja vill Halldór Garðar bara sjá sitt lið fá heimaleik. „Ég vill bara fá heimaleik. Við fengum engan heimaleik í fyrra og við erum komnir með einn núna þannig ég væri til í annan heimaleik,“ sagði Halldór að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum. 9. desember 2024 22:06 Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
„Þetta var klárlega liðssigur og varnarsigur. Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Þetta var annar sigur Keflavíkur gegn Tindastól um helgina en Keflavík kjöldró Tindastól á föstudaginn. „Þetta var alveg skrítið að undirbúa sig aftur fyrir sama lið en það er bara geggjað og Tindastóll er náttúrulega bara frábært lið. Það er frábært að halda þeim í 70 stigum og við gerðum bara mjög vel og fráköstuðum mjög vel sem var fannst mér lykillinn af þessu,“ sagði Halldór. Halldór Garðar talaði um að fráköstin hefðu verið lykillinn af sigrinum í kvöld ásamt góðum varnarleik. „Það eru fráköstin klárlega. Við höldum þeim í 25 stigum í seinni hálfleik og þar af átta í fjórða leikhluta þannig varnarleikurinn eitt, tvö og þrjú. Það var bara þannig í dag,“ sagði Halldór. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir í þessum leik eins og við sáum í fyrri leik liðana um helgina. „Það er kannski ekki eðlilegt að skjóta 60% í þriggja þó við eigum það alveg til. Ég veit það ekki, kannski bara tveir leikir á stuttum tíma og fæturnir aðeins þyngri. Menn voru að leggja meiri baráttu í vörnina.“ Flestir spekingar landsins hafa talað upp Tindastól og Stjörnuna sem bestu lið landsins um þessar mundir en það má þó alls ekki afskrifa Keflavík. „Þetta er bara mjög fljótt að breytast og það eru mörg lið að gera sig líklega. Við erum klárlega í mixinu þannig við höldum bara áfram,“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort að Keflavík ætti einhvern óska mótherja vill Halldór Garðar bara sjá sitt lið fá heimaleik. „Ég vill bara fá heimaleik. Við fengum engan heimaleik í fyrra og við erum komnir með einn núna þannig ég væri til í annan heimaleik,“ sagði Halldór að lokum.
VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum. 9. desember 2024 22:06 Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum. 9. desember 2024 22:06
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins