Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar 9. desember 2024 09:00 Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar