Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar 4. desember 2024 08:00 Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun