Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar 4. desember 2024 08:00 Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun