„Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2024 16:31 Arnar Pétursson einbeitir sér að leik Íslands við Úkraínu fremur en kosningunum heima á Íslandi. Getty/Christina Pahnke Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur engan tíma til að spá í Alþingiskosningar dagsins. Eftir leik við Holland í gær er sá næsti við Úkraínu á morgun. Ísland tapaði naumlega, 27-25, gegn afar sterku hollensku liði. Stelpurnar leiddu leikinn lengi vel og hefðu hæglega getað unnið hann ef ekki væri fyrir örfá mistök hér og þar. „Við erum alltaf að horfa í frammistöður og frammistaðan heilt yfir í gær var góð. Svo tilfinningn heilt yfir er góð. Það eru alltaf hlutir sem maður horfir í og hefðu getað farið betur en heilt yfir er ég ánægður með þetta,“ segir Arnar um leik gærdagsins þegar fréttamenn heimsóttu liðshótel íslenska liðsins í dag. Hér í Innsbruck gefst ekki mikill tími til að spá í kosningarnar sem tröllríða öllu heimafyrir. „Nei. Ég held að við flest hérna höfum tekið ákvörðun um það þegar við flugum út að þá væri þessum kosningum lokið. Við kusum öll auðvitað. Svo vaknar maður bara á morgun og sér hvernig þetta fer allt saman,“ segir Arnar. Það er þá að líkindum ekki í boði að vaka lengi fram eftir yfir kosningasjónvarpinu? „Ég er svo sem mikill áhugamaður um pólitík og fylgist ávallt með þessu langt fram eftir nóttu. En ég ætla að gefa þessum kosningum frí. Það er bara þannig,“ segir Arnar. Klippa: Arnar spáir ekkert í í kosningarnar Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Elín Klara Þorkelsdóttir náði fastasta skoti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta á EM í gær þegar hún skoraði eitt marka sinna í 27-25 tapi á móti Hollendingum. 30. nóvember 2024 10:02 Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. 29. nóvember 2024 19:42 Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir er fljót á fæti og hún getur nú bakkað það upp með tölum frá Evrópumótinu í handbolta. 30. nóvember 2024 13:02 „Maður er hálf meyr“ „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. 29. nóvember 2024 19:24 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Ísland tapaði naumlega, 27-25, gegn afar sterku hollensku liði. Stelpurnar leiddu leikinn lengi vel og hefðu hæglega getað unnið hann ef ekki væri fyrir örfá mistök hér og þar. „Við erum alltaf að horfa í frammistöður og frammistaðan heilt yfir í gær var góð. Svo tilfinningn heilt yfir er góð. Það eru alltaf hlutir sem maður horfir í og hefðu getað farið betur en heilt yfir er ég ánægður með þetta,“ segir Arnar um leik gærdagsins þegar fréttamenn heimsóttu liðshótel íslenska liðsins í dag. Hér í Innsbruck gefst ekki mikill tími til að spá í kosningarnar sem tröllríða öllu heimafyrir. „Nei. Ég held að við flest hérna höfum tekið ákvörðun um það þegar við flugum út að þá væri þessum kosningum lokið. Við kusum öll auðvitað. Svo vaknar maður bara á morgun og sér hvernig þetta fer allt saman,“ segir Arnar. Það er þá að líkindum ekki í boði að vaka lengi fram eftir yfir kosningasjónvarpinu? „Ég er svo sem mikill áhugamaður um pólitík og fylgist ávallt með þessu langt fram eftir nóttu. En ég ætla að gefa þessum kosningum frí. Það er bara þannig,“ segir Arnar. Klippa: Arnar spáir ekkert í í kosningarnar Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Elín Klara Þorkelsdóttir náði fastasta skoti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta á EM í gær þegar hún skoraði eitt marka sinna í 27-25 tapi á móti Hollendingum. 30. nóvember 2024 10:02 Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. 29. nóvember 2024 19:42 Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir er fljót á fæti og hún getur nú bakkað það upp með tölum frá Evrópumótinu í handbolta. 30. nóvember 2024 13:02 „Maður er hálf meyr“ „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. 29. nóvember 2024 19:24 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Elín Klara Þorkelsdóttir náði fastasta skoti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta á EM í gær þegar hún skoraði eitt marka sinna í 27-25 tapi á móti Hollendingum. 30. nóvember 2024 10:02
Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. 29. nóvember 2024 19:42
Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir er fljót á fæti og hún getur nú bakkað það upp með tölum frá Evrópumótinu í handbolta. 30. nóvember 2024 13:02
„Maður er hálf meyr“ „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. 29. nóvember 2024 19:24
„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09