Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 20:12 Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun