Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:42 Kæru kjósendur í Norðvesturkjördæmi Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins. Við þekkjum vel til, enda öll búsett hér og höfum fjölbreytta reynslu til að takast á við það sem er fram undan. Sjálf hef ég verið svo lánsöm að kynnast kjördæminu á margvíslegan hátt, í gegnum stjórnmál, leik og störf. Með þessa reynslu í farteskinu vona ég að kjósendur veiti mér stuðning til að tala máli þeirra á Alþingi og þar með umboð til að vinna að þeim fjölmörgum framfaraverkefnum sem nauðsynlegt er að fara í. Áskoranirnar sem við er að glíma í kjördæminu eru margvíslegar. Eftir fjölmörg samtöl við kjósendur eru nokkur mál sem standa upp úr hvar sem komið er. Samgöngur, heilbrigðismál og orkumál, að ógleymdum áskorunum í efnahagsmálum. Kallað er eftir alvöru byggðastefnu með blómlegum byggðum. Þessi mál verða ekki leyst með loforðum eða handabandi. Lausnin felst í skýrri framtíðarsýn, sterkri forystu og plani um hvernig eigi að hrinda úrbótum í framkvæmd. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun sem snýst um að lækka vexti, draga úr verðbólgu og styðja fjölskyldur og fyrirtæki. Við viljum fjárfesta í grunnþjónustu, byggja upp öflugar samgöngur og tryggja að ungt fólk geti séð framtíð sína í kjördæminu. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu árin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum. Plan var unnið í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Ég vil hvetja ykkur til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Samfylkingin býður upp á nýtt upphaf fyrir Ísland – komdu með! Með þakklæti fyrir málefnalega kosningabaráttu,Arna Lára Jónsdóttir Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru kjósendur í Norðvesturkjördæmi Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins. Við þekkjum vel til, enda öll búsett hér og höfum fjölbreytta reynslu til að takast á við það sem er fram undan. Sjálf hef ég verið svo lánsöm að kynnast kjördæminu á margvíslegan hátt, í gegnum stjórnmál, leik og störf. Með þessa reynslu í farteskinu vona ég að kjósendur veiti mér stuðning til að tala máli þeirra á Alþingi og þar með umboð til að vinna að þeim fjölmörgum framfaraverkefnum sem nauðsynlegt er að fara í. Áskoranirnar sem við er að glíma í kjördæminu eru margvíslegar. Eftir fjölmörg samtöl við kjósendur eru nokkur mál sem standa upp úr hvar sem komið er. Samgöngur, heilbrigðismál og orkumál, að ógleymdum áskorunum í efnahagsmálum. Kallað er eftir alvöru byggðastefnu með blómlegum byggðum. Þessi mál verða ekki leyst með loforðum eða handabandi. Lausnin felst í skýrri framtíðarsýn, sterkri forystu og plani um hvernig eigi að hrinda úrbótum í framkvæmd. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun sem snýst um að lækka vexti, draga úr verðbólgu og styðja fjölskyldur og fyrirtæki. Við viljum fjárfesta í grunnþjónustu, byggja upp öflugar samgöngur og tryggja að ungt fólk geti séð framtíð sína í kjördæminu. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu árin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum. Plan var unnið í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Ég vil hvetja ykkur til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Samfylkingin býður upp á nýtt upphaf fyrir Ísland – komdu með! Með þakklæti fyrir málefnalega kosningabaráttu,Arna Lára Jónsdóttir Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun