Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:42 Kæru kjósendur í Norðvesturkjördæmi Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins. Við þekkjum vel til, enda öll búsett hér og höfum fjölbreytta reynslu til að takast á við það sem er fram undan. Sjálf hef ég verið svo lánsöm að kynnast kjördæminu á margvíslegan hátt, í gegnum stjórnmál, leik og störf. Með þessa reynslu í farteskinu vona ég að kjósendur veiti mér stuðning til að tala máli þeirra á Alþingi og þar með umboð til að vinna að þeim fjölmörgum framfaraverkefnum sem nauðsynlegt er að fara í. Áskoranirnar sem við er að glíma í kjördæminu eru margvíslegar. Eftir fjölmörg samtöl við kjósendur eru nokkur mál sem standa upp úr hvar sem komið er. Samgöngur, heilbrigðismál og orkumál, að ógleymdum áskorunum í efnahagsmálum. Kallað er eftir alvöru byggðastefnu með blómlegum byggðum. Þessi mál verða ekki leyst með loforðum eða handabandi. Lausnin felst í skýrri framtíðarsýn, sterkri forystu og plani um hvernig eigi að hrinda úrbótum í framkvæmd. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun sem snýst um að lækka vexti, draga úr verðbólgu og styðja fjölskyldur og fyrirtæki. Við viljum fjárfesta í grunnþjónustu, byggja upp öflugar samgöngur og tryggja að ungt fólk geti séð framtíð sína í kjördæminu. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu árin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum. Plan var unnið í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Ég vil hvetja ykkur til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Samfylkingin býður upp á nýtt upphaf fyrir Ísland – komdu með! Með þakklæti fyrir málefnalega kosningabaráttu,Arna Lára Jónsdóttir Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Sjá meira
Kæru kjósendur í Norðvesturkjördæmi Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins. Við þekkjum vel til, enda öll búsett hér og höfum fjölbreytta reynslu til að takast á við það sem er fram undan. Sjálf hef ég verið svo lánsöm að kynnast kjördæminu á margvíslegan hátt, í gegnum stjórnmál, leik og störf. Með þessa reynslu í farteskinu vona ég að kjósendur veiti mér stuðning til að tala máli þeirra á Alþingi og þar með umboð til að vinna að þeim fjölmörgum framfaraverkefnum sem nauðsynlegt er að fara í. Áskoranirnar sem við er að glíma í kjördæminu eru margvíslegar. Eftir fjölmörg samtöl við kjósendur eru nokkur mál sem standa upp úr hvar sem komið er. Samgöngur, heilbrigðismál og orkumál, að ógleymdum áskorunum í efnahagsmálum. Kallað er eftir alvöru byggðastefnu með blómlegum byggðum. Þessi mál verða ekki leyst með loforðum eða handabandi. Lausnin felst í skýrri framtíðarsýn, sterkri forystu og plani um hvernig eigi að hrinda úrbótum í framkvæmd. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun sem snýst um að lækka vexti, draga úr verðbólgu og styðja fjölskyldur og fyrirtæki. Við viljum fjárfesta í grunnþjónustu, byggja upp öflugar samgöngur og tryggja að ungt fólk geti séð framtíð sína í kjördæminu. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu árin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum. Plan var unnið í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Ég vil hvetja ykkur til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Samfylkingin býður upp á nýtt upphaf fyrir Ísland – komdu með! Með þakklæti fyrir málefnalega kosningabaráttu,Arna Lára Jónsdóttir Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun