„Stolt af sjálfri mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 08:01 Steinunn Björnsdóttir verður annar fyrirliða Íslands ásamt Sunnu Jónsdóttur á EM. Hún er klár í slaginn. vísir/Viktor Freyr Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira
Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira