Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2024 13:13 Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun