Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2024 08:58 Hallgrímur Th. Björnsson er framkvæmdastjóri Varist sem stofnað var í mars á síðasta ári. Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti. Netöryggi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti.
Netöryggi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira