Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal skrifar 27. nóvember 2024 08:40 Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Í frétt á visir.is 24. 8. 22 segir „Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ.“ Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg Cement á Íslandi segir í viðtali á visir.is „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni.“ Þorsteinn segir ennfremur að „verkefnið sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið“ Umsögn Þorsteins stingur í stúf við starfsemi Heidelberg Cement á hernumdum svæðum í Palestínu. Þar á fyrirtækið þátt í að ræna náttúruauðlindum úr Nahal Raba námunni á landi þorpsins Al-Zawiya á Vesturbakkanum, með alvarlegum mannréttindabrotum gegn Palestínumönnum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu hollensku samtakanna SOMO og mannréttindasamtakanna Al-Haq. Í þrettán ár hefur Heidelberg Cement nýtt Nahal Raba námuna, sem er á hernumdu svæði á Vesturbakkanum. Hanson Israel, dótturfyrirtæki Heidelberg Cement sem starfrækir námuna hefur meinað palestínskum eigendum landsins aðgang að löndum sínum sem hefur verið þeirra lífsviðurværi. Hanson Israel seldi auk þess vörur úr námunni til ólöglegra, ísraelskra landránsbyggða. Starfsemi Heidelberg Cement á Vesturbakkanum er skýrt dæmi um aðkomu fjölþjóðafyrirtækja að langvarandi hernámi Ísraels, kerfisbundnum mannréttindabrotum og afneitun á grundvallarréttindum Palestínumanna til sjálfsákvörðunarréttar og yfirráða yfir náttúruauðlindum. Þorsteinn Víglundsson segir að „ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum“. Þetta eru orð sem ekki stemma við háttalag Heidelberg Cement á landránssvæðinu í Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Í frétt á visir.is 24. 8. 22 segir „Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ.“ Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg Cement á Íslandi segir í viðtali á visir.is „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni.“ Þorsteinn segir ennfremur að „verkefnið sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið“ Umsögn Þorsteins stingur í stúf við starfsemi Heidelberg Cement á hernumdum svæðum í Palestínu. Þar á fyrirtækið þátt í að ræna náttúruauðlindum úr Nahal Raba námunni á landi þorpsins Al-Zawiya á Vesturbakkanum, með alvarlegum mannréttindabrotum gegn Palestínumönnum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu hollensku samtakanna SOMO og mannréttindasamtakanna Al-Haq. Í þrettán ár hefur Heidelberg Cement nýtt Nahal Raba námuna, sem er á hernumdu svæði á Vesturbakkanum. Hanson Israel, dótturfyrirtæki Heidelberg Cement sem starfrækir námuna hefur meinað palestínskum eigendum landsins aðgang að löndum sínum sem hefur verið þeirra lífsviðurværi. Hanson Israel seldi auk þess vörur úr námunni til ólöglegra, ísraelskra landránsbyggða. Starfsemi Heidelberg Cement á Vesturbakkanum er skýrt dæmi um aðkomu fjölþjóðafyrirtækja að langvarandi hernámi Ísraels, kerfisbundnum mannréttindabrotum og afneitun á grundvallarréttindum Palestínumanna til sjálfsákvörðunarréttar og yfirráða yfir náttúruauðlindum. Þorsteinn Víglundsson segir að „ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum“. Þetta eru orð sem ekki stemma við háttalag Heidelberg Cement á landránssvæðinu í Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun