Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar 26. nóvember 2024 14:10 Það er víst ekki keppt í því enda ekki hægt að dæma heilar þjóðir. Til þess erum við of ólík en ef það væri keppni ættum við alveg séns á að verða best í heimi í því eins og svo mörgu öðru. Miðað við fólksfjölda. Heimska er flughált hugtak en það vill svo vel til að höfundur er þar á heimavelli. Ég ætla því bara að nefna 6 vísbendingar en láta þig um að meta stöðuna. 1. Við Íslendingar framleiðum mest af rafmagni í heiminum miðað við höfðatölu. 15 sinnum meira á mann á ári en meðaltal heimsins. (2023) 2. Við veiðum 1.6 % af villtum fiski í heiminum. (2022.) Við erum 0.0047% mannkyns. 3. Það komu hingað 5.79 ferðamenn á hvern Íslending árið 2023. Frakkland sem fær flesta ferðamenn allra ríkja heimsins fékk sama ár 1.49 ferðamann á hvern íbúa. Orkan okkar, fiskurinn okkar, landið okkar. Erum við rík? Þá er það seinni hluti listans sem líka þarf að senda inn í keppnina ef við ætlum okkur að vinna. Listinn gæti verið lengri en þetta er bara stuttur útdráttur fyrir dómnefndina. Þig. 4. Þrettán prósent íslenskra barna eru fátæk. 5. Það eru langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu. (30 mánaða bið eftir greiningu á barni sem þarf stuðning er dæmi sem heyrði ég í dag.) Öfugt við nágrannalöndin er okkar kerfi ekki gjaldfrjálst. 6. Félagslegar íbúðir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi í Vestur Evrópu. Íbúar landsins sem eiga ekki mikinn pening eru á valdi fjármagnseiganda, vaxtaokurs og brasks. Börnin okkar, veikasta fólkið okkar, gamla fólkið okkar. Erum við heimsk? Tvö þjóðskálda okkar (EB og HL) töluðu um heimsku á þessum nótum, að horfa aðgerðalaus á lífsbjörgina synda framhjá sér og að sá í akur óvinar síns allt sitt líf. Það eru að koma kosningar, valdið er fólksins í smá stund. Sérhagsmunagæslu gengið er tilbúið, hoppandi spennt að halda áfram. Næst á að gefa firðina okkar og stela rokinu okkar. Þjóð sem hefur alltaf haft það í fangið mun sakna þess. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er víst ekki keppt í því enda ekki hægt að dæma heilar þjóðir. Til þess erum við of ólík en ef það væri keppni ættum við alveg séns á að verða best í heimi í því eins og svo mörgu öðru. Miðað við fólksfjölda. Heimska er flughált hugtak en það vill svo vel til að höfundur er þar á heimavelli. Ég ætla því bara að nefna 6 vísbendingar en láta þig um að meta stöðuna. 1. Við Íslendingar framleiðum mest af rafmagni í heiminum miðað við höfðatölu. 15 sinnum meira á mann á ári en meðaltal heimsins. (2023) 2. Við veiðum 1.6 % af villtum fiski í heiminum. (2022.) Við erum 0.0047% mannkyns. 3. Það komu hingað 5.79 ferðamenn á hvern Íslending árið 2023. Frakkland sem fær flesta ferðamenn allra ríkja heimsins fékk sama ár 1.49 ferðamann á hvern íbúa. Orkan okkar, fiskurinn okkar, landið okkar. Erum við rík? Þá er það seinni hluti listans sem líka þarf að senda inn í keppnina ef við ætlum okkur að vinna. Listinn gæti verið lengri en þetta er bara stuttur útdráttur fyrir dómnefndina. Þig. 4. Þrettán prósent íslenskra barna eru fátæk. 5. Það eru langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu. (30 mánaða bið eftir greiningu á barni sem þarf stuðning er dæmi sem heyrði ég í dag.) Öfugt við nágrannalöndin er okkar kerfi ekki gjaldfrjálst. 6. Félagslegar íbúðir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi í Vestur Evrópu. Íbúar landsins sem eiga ekki mikinn pening eru á valdi fjármagnseiganda, vaxtaokurs og brasks. Börnin okkar, veikasta fólkið okkar, gamla fólkið okkar. Erum við heimsk? Tvö þjóðskálda okkar (EB og HL) töluðu um heimsku á þessum nótum, að horfa aðgerðalaus á lífsbjörgina synda framhjá sér og að sá í akur óvinar síns allt sitt líf. Það eru að koma kosningar, valdið er fólksins í smá stund. Sérhagsmunagæslu gengið er tilbúið, hoppandi spennt að halda áfram. Næst á að gefa firðina okkar og stela rokinu okkar. Þjóð sem hefur alltaf haft það í fangið mun sakna þess. Höfundur er hönnuður.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun