Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar 25. nóvember 2024 10:42 Tilvísunin „Það þarf samfélag til að ala upp barn“ hefur verið notuð mikið til að leggja áherslur á að foreldrar eða stór fjölskylda nægir ekki til að ala upp barn heldur þarf heilt samfélag. Vegna þess að fjölskyldan eða stór fjölskyldan getur ekki sinnt skóla, íþróttum, tómstundum og vinum. Þessi tilvísun kemur frá afrísku spakmæli „It takes a village to raise a child“ enda er menning þeirra þekkt fyrir að standa þétt saman og hjálpa hvort öðru þegar þarfir annarra bera undir. Orðið „Ubuntu” felur í sér heimspeki sem á sér rætur í Afríku og þýðir manngæska. Bak við þessa manngæsku er gildið - innri tengsl skapa samfélag. Samfélög sem lifa eftir þessari heimspeki syngja – Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Boston Celtics NBA körfuboltaliðið Boston Celtics varð meistari tímabilið 2007-2008 undir þjálfaranum Doc Rivers. Í heimildamyndinni „The Playbook“ sem hægt er að horfa inn á Netflix kemur hann inn á hugmyndina sem stóð fyrir velgengni Celtics sem var einmitt „Ubuntu“. Hann talar um að eftir heimsókn hans til Afríku þá hafi hann orðið vitni af þessu þar sem hópur af fólki stóð saman og söng – Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Eftir að hann kynnti sér hvað lá á bak við fór hann með þessa hugmynd til leikmanna sinna í Celtics. Til að byrja með var þetta furðulegt og fyndið en eftir að Rivers útskýrði heimspekina á bak við orðið þá féllst liðið á að syngja þetta sem endaði að vera inn á æfingu, inn í klefa hvort sem það voru sigurleikir eða ekki. En þetta varð hluti af sigurgöngu Celtics sem endaði með meistaratitli á þessu tímabili. Njarðvík Þegar ég og móðir mín fluttum til Njarðvíkur þá bjuggum við áður fyrr í Ólafsvík og Keflavík. Við höfðum engin tengsl við Njarðvík en þegar ég byrjaði í skóla, eignaðist vini og æfði körfubolta þá fóru tengingar að myndast. Ég ásamt öðrum krökkum höfðum sömu tenginguna að hafa komið frá öðrum landshluta en byrjað að setjast að í Njarðvík. Þarna erum við að koma með alls konar fjölbreytileika þar sem verkefnin eru misþung en þrátt fyrir tekur Njarðvík á móti okkur með hlýjum hug og sterku hjarta. Á þessum árum sem ég er í grunnskóla er meistaraflokkur Njarðvíkur að raða inn titlunum og sigurhefð að eiga sér stað í sögulegu samhengi. Þarna eru Njarðvískt samfélag að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu án þess að sá söngur sé að hljóma um en þarna eru innri tengsl að skapa samfélag sem verður til þess að við krakkarnir sameinumst þeim sem hafa búið þarna og eiga sterkar rætur til samfélagsins. Þetta skilar okkur út í lífið vitandi að innri tengsl er forsenda samfélags. Háaleitisskóli á Ásbrú Ég er grunnskólakennari í Háaleitisskóla á Ásbrú þar sem fjölbreytnin varðandi lönd og menningu á sér stað. Þarna er fólk að setjast að til að búa til innri tengsl til að skapa samfélag. Þegar ég geng um gangana og inn í kennslustofuna sé ég glitta í okkur krakkana sem hafa komið víða að en við höfðum ekki þessa veraldlegu tengingu. Við starfsfólk í skólanum reynum eftir fremsta megni að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu til að þeim líði vel, séu velkomin, læri og þroskist. En tek það fram það er enginn að syngja þetta heldur gerir andrúmsloftið það sjálft. Þarna er ég að reyna að gefa til baka það sem ég lærði og varð þátttakandi að þegar ég ólst upp í Njarðvík. Lítið til samfélagsins Orðræðan í samfélaginu hefur verið að stigmagnast að fólk sem sest hér að frá öðrum löndum megi koma sér í burtu enda sé ekkert pláss fyrir þau þar sem innviðir kerfanna séu að belgjast út og springa. Þarna á ég mjög auðvelt að hugsa til þeirra tíma þegar ég og aðrir krakkar vorum að setjast að í Njarðvík. Hefði Njarðvík átt að segja okkur að hypja okkur í burtu enda sé þetta eingöngu fyrir Njarðvíkinga? Ég sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla á Ásbrú á ég að segja nemendum sem hafa enga tengingu við Ásbrú að hypja sér í burtu? Í staðinn fyrir þá syng ég Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu enda bergmálar það aftur um tímana mína í Njarðvík ómeðvitað í tengslum við Afríska menningu. Núna eru kosningar framundan og flokkar hafa það sem sitt stefnumál að kippa þurfi útlendingamálum í liðinn. Hér sé allt að troðfyllast af erlendur fólki og Íslensk menning sé undir sem þurfi að laga. En málið að það sem þarf að laga er Ubuntu-ið sem virðist ekki ná sinni undirmeðvitund í sálarkima fólks. Það er skrýtið vegna þess að það er ábyggilega fullt af fólki sem hefur sest að í öðru sveitarfélagi, verið velkomið, skapað sér innri tengsl og fundið fyrir sterkum forsendum fyrir samfélagi. Ég hugsa oft hef ég hefði ekki fundið fyrir mínu Ubuntu-i þá hefði ég aldrei flutt það áfram til að skapa annað Ubuntu. Ef við sem þjóð ætlum að losna okkur við Ubuntu-ið þá hægt og bítandi verður þjóðfélagið sundurtætt og allir að reyna að leita af sínu Ubuntu-i. Það verður ekkert samfélag ef innri tengsl er ekki forsendan en því meira sem við ætlum að vera fjarlægð og einangruð þá minnka líkurnar að við getum sungið Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Celtics hefði aldrei orðið meistarar tímabilið 2007-2008, Njarðvík hefði aldrei orðið eins sigursælt ef það hefði ekki verið fyrir Ubuntu-ið sem það söng ómeðvitað um samfélagið og nemendur í Háaleitisskóla á Ásbrú myndu aldrei líða vel, vera velkomin, læra og þroskast ef það væri ekki fyrir Ubuntu-ið. Hvernig samfélag viljum við skapa? Eins og segir í spakmælinu „Það þarf samfélag til að ala upp barn“ Ég var einu sinni það barn sem þurfti samfélag til og fékk að vera hluti af því og lærði að samtakamáttur og samstaða eru lykilþættir til að svo geti átt sér stað. Ég ætla að halda áfram að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Ég mæli með að þið setjist niður, hugsið um ykkar Ubuntu vegna þess að ef þið finnið það, látið það bergmála í tómarúmi því annars heldur ekki hljóðbylgjan áfram. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tilvísunin „Það þarf samfélag til að ala upp barn“ hefur verið notuð mikið til að leggja áherslur á að foreldrar eða stór fjölskylda nægir ekki til að ala upp barn heldur þarf heilt samfélag. Vegna þess að fjölskyldan eða stór fjölskyldan getur ekki sinnt skóla, íþróttum, tómstundum og vinum. Þessi tilvísun kemur frá afrísku spakmæli „It takes a village to raise a child“ enda er menning þeirra þekkt fyrir að standa þétt saman og hjálpa hvort öðru þegar þarfir annarra bera undir. Orðið „Ubuntu” felur í sér heimspeki sem á sér rætur í Afríku og þýðir manngæska. Bak við þessa manngæsku er gildið - innri tengsl skapa samfélag. Samfélög sem lifa eftir þessari heimspeki syngja – Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Boston Celtics NBA körfuboltaliðið Boston Celtics varð meistari tímabilið 2007-2008 undir þjálfaranum Doc Rivers. Í heimildamyndinni „The Playbook“ sem hægt er að horfa inn á Netflix kemur hann inn á hugmyndina sem stóð fyrir velgengni Celtics sem var einmitt „Ubuntu“. Hann talar um að eftir heimsókn hans til Afríku þá hafi hann orðið vitni af þessu þar sem hópur af fólki stóð saman og söng – Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Eftir að hann kynnti sér hvað lá á bak við fór hann með þessa hugmynd til leikmanna sinna í Celtics. Til að byrja með var þetta furðulegt og fyndið en eftir að Rivers útskýrði heimspekina á bak við orðið þá féllst liðið á að syngja þetta sem endaði að vera inn á æfingu, inn í klefa hvort sem það voru sigurleikir eða ekki. En þetta varð hluti af sigurgöngu Celtics sem endaði með meistaratitli á þessu tímabili. Njarðvík Þegar ég og móðir mín fluttum til Njarðvíkur þá bjuggum við áður fyrr í Ólafsvík og Keflavík. Við höfðum engin tengsl við Njarðvík en þegar ég byrjaði í skóla, eignaðist vini og æfði körfubolta þá fóru tengingar að myndast. Ég ásamt öðrum krökkum höfðum sömu tenginguna að hafa komið frá öðrum landshluta en byrjað að setjast að í Njarðvík. Þarna erum við að koma með alls konar fjölbreytileika þar sem verkefnin eru misþung en þrátt fyrir tekur Njarðvík á móti okkur með hlýjum hug og sterku hjarta. Á þessum árum sem ég er í grunnskóla er meistaraflokkur Njarðvíkur að raða inn titlunum og sigurhefð að eiga sér stað í sögulegu samhengi. Þarna eru Njarðvískt samfélag að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu án þess að sá söngur sé að hljóma um en þarna eru innri tengsl að skapa samfélag sem verður til þess að við krakkarnir sameinumst þeim sem hafa búið þarna og eiga sterkar rætur til samfélagsins. Þetta skilar okkur út í lífið vitandi að innri tengsl er forsenda samfélags. Háaleitisskóli á Ásbrú Ég er grunnskólakennari í Háaleitisskóla á Ásbrú þar sem fjölbreytnin varðandi lönd og menningu á sér stað. Þarna er fólk að setjast að til að búa til innri tengsl til að skapa samfélag. Þegar ég geng um gangana og inn í kennslustofuna sé ég glitta í okkur krakkana sem hafa komið víða að en við höfðum ekki þessa veraldlegu tengingu. Við starfsfólk í skólanum reynum eftir fremsta megni að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu til að þeim líði vel, séu velkomin, læri og þroskist. En tek það fram það er enginn að syngja þetta heldur gerir andrúmsloftið það sjálft. Þarna er ég að reyna að gefa til baka það sem ég lærði og varð þátttakandi að þegar ég ólst upp í Njarðvík. Lítið til samfélagsins Orðræðan í samfélaginu hefur verið að stigmagnast að fólk sem sest hér að frá öðrum löndum megi koma sér í burtu enda sé ekkert pláss fyrir þau þar sem innviðir kerfanna séu að belgjast út og springa. Þarna á ég mjög auðvelt að hugsa til þeirra tíma þegar ég og aðrir krakkar vorum að setjast að í Njarðvík. Hefði Njarðvík átt að segja okkur að hypja okkur í burtu enda sé þetta eingöngu fyrir Njarðvíkinga? Ég sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla á Ásbrú á ég að segja nemendum sem hafa enga tengingu við Ásbrú að hypja sér í burtu? Í staðinn fyrir þá syng ég Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu enda bergmálar það aftur um tímana mína í Njarðvík ómeðvitað í tengslum við Afríska menningu. Núna eru kosningar framundan og flokkar hafa það sem sitt stefnumál að kippa þurfi útlendingamálum í liðinn. Hér sé allt að troðfyllast af erlendur fólki og Íslensk menning sé undir sem þurfi að laga. En málið að það sem þarf að laga er Ubuntu-ið sem virðist ekki ná sinni undirmeðvitund í sálarkima fólks. Það er skrýtið vegna þess að það er ábyggilega fullt af fólki sem hefur sest að í öðru sveitarfélagi, verið velkomið, skapað sér innri tengsl og fundið fyrir sterkum forsendum fyrir samfélagi. Ég hugsa oft hef ég hefði ekki fundið fyrir mínu Ubuntu-i þá hefði ég aldrei flutt það áfram til að skapa annað Ubuntu. Ef við sem þjóð ætlum að losna okkur við Ubuntu-ið þá hægt og bítandi verður þjóðfélagið sundurtætt og allir að reyna að leita af sínu Ubuntu-i. Það verður ekkert samfélag ef innri tengsl er ekki forsendan en því meira sem við ætlum að vera fjarlægð og einangruð þá minnka líkurnar að við getum sungið Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Celtics hefði aldrei orðið meistarar tímabilið 2007-2008, Njarðvík hefði aldrei orðið eins sigursælt ef það hefði ekki verið fyrir Ubuntu-ið sem það söng ómeðvitað um samfélagið og nemendur í Háaleitisskóla á Ásbrú myndu aldrei líða vel, vera velkomin, læra og þroskast ef það væri ekki fyrir Ubuntu-ið. Hvernig samfélag viljum við skapa? Eins og segir í spakmælinu „Það þarf samfélag til að ala upp barn“ Ég var einu sinni það barn sem þurfti samfélag til og fékk að vera hluti af því og lærði að samtakamáttur og samstaða eru lykilþættir til að svo geti átt sér stað. Ég ætla að halda áfram að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Ég mæli með að þið setjist niður, hugsið um ykkar Ubuntu vegna þess að ef þið finnið það, látið það bergmála í tómarúmi því annars heldur ekki hljóðbylgjan áfram. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun