„Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2024 22:24 Craig Pedersen fór ekki í felur með það að hann sakni Martins Hermannssonar. vísir / anton brink „Ég var ánægður með að hafa barist til baka í seinni hálfleik, sá kafli var mjög góður en við höfðum grafið okkur of djúpa holu á þeim tímapunkti,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen eftir 71-95 tap Íslands gegn Ítalíu í Laugardalshöll. „Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
„Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins