Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson, Jónína Guðmundsdóttir og Karl Andreassen skrifa 22. nóvember 2024 16:33 Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins. Könnun meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sýnir að heilt yfir bera stjórnendur verktakafyrirtækja lítið traust til áforma stjórnvalda um innviða- og húsnæðisuppbyggingu eða 71% þeirra. 53% stjórnendanna segjast bera mjög lítið traust til fyrirheita stjórnvalda og 18% lítið. Tryggja þarf betri eftirfylgni með áformum stjórnvalda en áætlanir þeirra hafa oft ekki gengið eftir. Samgönguáætlun er dæmi um það en nú um stundir er engin fimm ára aðgerðaráætlun í gildi og Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í rúmt ár. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika. Eins má nefna að Útboðsþing SI, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka innviðaverktaka, fer fram í upphafi hvers árs þar sem opinberir verkkaupar kynna áform ársins. Undanfarin ár hefur komið í ljós að mikill munur er á þeim áformum sem kynnt eru og þeim verkefnum sem raunverulega fara af stað. Einungis helmingur fyrirheita um útboð sem gefin voru í upphafi árs 2023 voru efnd. Á nýju kjörtímabili þarf einnig að ráðast í það verkefni að móta bætta umgjörð innviðauppbyggingar en slík vinna mun leiða til sparnaðar fyrir skattgreiðendur. Stjórnendur verktakafyrirtækja segja að ófyrirsjáanleiki og sveiflur í opinberum innviðaframkvæmdum hafa aukið kostnað verulega. 91% stjórnenda telja að með bættum fyrirsjáanleika gætu þeir boðið allt að 11% lægra verð í opinber útboð. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir ef litið er til þess að heildarfjárfestingar í innviðum hins opinbera eru áætlaðar 175 milljarða króna í ár. 11% lækkun á þeim kostnaði væri 19 milljarða króna sparnaður sem jafngildir byggingu einnar Ölfusárbrúar á ári. Miklar og ófyrirséðar sveiflur í umfangi framkvæmda milli ára gera verktakafyrirtækjum einnig erfitt fyrir þegar kemur að áætlanagerð og skipulagningu verkefna fram í tímann. 88% stjórnenda verktakafyrirtækja nefna að of stuttur undirbúningstími valdi auknum kostnaði við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera en 9% telja að svo sé ekki. Stjórnendurnir segja að þeir gætu boðið tæplega 10% lægra í opinberar framkvæmdir ef nægur undirbúningstími væri til staðar. Nauðsynlegt er að ný ríkisstjórn móti heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu innviða sem tekur mið af raunverulegri viðhaldsþörf og þjóðhagslegri arðsemi. Verkefni á borð við viðhald þjóðvegakerfisins, sem þarfnast 18 milljarða króna árlega til að halda núverandi kerfi í horfinu, sýna mikilvægi stöðugrar fjármögnunar. Þar fyrir utan þarf fjármagn til nýframkvæmda en aukin umferð samhliða vexti samfélagsins og atvinnuvega kallar á bætta innviði. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á mikilvægi þess að starfsumhverfi mannvirkjagerðar hér á landi sé fyrirsjáanlegt og stöðugt. Því kalla samtökin eftir aukinni skilvirkni í skipulags- og leyfisveitingarferlum, að stefnumörkun sé skýr og að áætlanagerð og fjármögnun til lengri tíma sé tryggð. Hið síðastnefnda er forsenda þess að opinberir verkkaupar geti viðhaft fyrirsjáanleika í framkvæmdum gagnvart markaðnum til að tryggja hagkvæmni. Samtök iðnaðarins hvetja ný stjórnvöld til samvinnu við atvinnulífið til að byggja upp trausta innviði sem eru undirstaða verðmætasköpunar og öflugs hagkerfis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins. Könnun meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sýnir að heilt yfir bera stjórnendur verktakafyrirtækja lítið traust til áforma stjórnvalda um innviða- og húsnæðisuppbyggingu eða 71% þeirra. 53% stjórnendanna segjast bera mjög lítið traust til fyrirheita stjórnvalda og 18% lítið. Tryggja þarf betri eftirfylgni með áformum stjórnvalda en áætlanir þeirra hafa oft ekki gengið eftir. Samgönguáætlun er dæmi um það en nú um stundir er engin fimm ára aðgerðaráætlun í gildi og Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í rúmt ár. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika. Eins má nefna að Útboðsþing SI, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka innviðaverktaka, fer fram í upphafi hvers árs þar sem opinberir verkkaupar kynna áform ársins. Undanfarin ár hefur komið í ljós að mikill munur er á þeim áformum sem kynnt eru og þeim verkefnum sem raunverulega fara af stað. Einungis helmingur fyrirheita um útboð sem gefin voru í upphafi árs 2023 voru efnd. Á nýju kjörtímabili þarf einnig að ráðast í það verkefni að móta bætta umgjörð innviðauppbyggingar en slík vinna mun leiða til sparnaðar fyrir skattgreiðendur. Stjórnendur verktakafyrirtækja segja að ófyrirsjáanleiki og sveiflur í opinberum innviðaframkvæmdum hafa aukið kostnað verulega. 91% stjórnenda telja að með bættum fyrirsjáanleika gætu þeir boðið allt að 11% lægra verð í opinber útboð. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir ef litið er til þess að heildarfjárfestingar í innviðum hins opinbera eru áætlaðar 175 milljarða króna í ár. 11% lækkun á þeim kostnaði væri 19 milljarða króna sparnaður sem jafngildir byggingu einnar Ölfusárbrúar á ári. Miklar og ófyrirséðar sveiflur í umfangi framkvæmda milli ára gera verktakafyrirtækjum einnig erfitt fyrir þegar kemur að áætlanagerð og skipulagningu verkefna fram í tímann. 88% stjórnenda verktakafyrirtækja nefna að of stuttur undirbúningstími valdi auknum kostnaði við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera en 9% telja að svo sé ekki. Stjórnendurnir segja að þeir gætu boðið tæplega 10% lægra í opinberar framkvæmdir ef nægur undirbúningstími væri til staðar. Nauðsynlegt er að ný ríkisstjórn móti heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu innviða sem tekur mið af raunverulegri viðhaldsþörf og þjóðhagslegri arðsemi. Verkefni á borð við viðhald þjóðvegakerfisins, sem þarfnast 18 milljarða króna árlega til að halda núverandi kerfi í horfinu, sýna mikilvægi stöðugrar fjármögnunar. Þar fyrir utan þarf fjármagn til nýframkvæmda en aukin umferð samhliða vexti samfélagsins og atvinnuvega kallar á bætta innviði. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á mikilvægi þess að starfsumhverfi mannvirkjagerðar hér á landi sé fyrirsjáanlegt og stöðugt. Því kalla samtökin eftir aukinni skilvirkni í skipulags- og leyfisveitingarferlum, að stefnumörkun sé skýr og að áætlanagerð og fjármögnun til lengri tíma sé tryggð. Hið síðastnefnda er forsenda þess að opinberir verkkaupar geti viðhaft fyrirsjáanleika í framkvæmdum gagnvart markaðnum til að tryggja hagkvæmni. Samtök iðnaðarins hvetja ný stjórnvöld til samvinnu við atvinnulífið til að byggja upp trausta innviði sem eru undirstaða verðmætasköpunar og öflugs hagkerfis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun