Tímabært að breyta til Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 09:00 Ágúst Jóhannsson er með íslenska kvennalandsliðinu í Austurríki þar sem EM hefst á föstudag. Í sumar mun hann hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals til að taka við karlaliði félagsins. Vísir/Einar „Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Ágúst Jóhannsson sem mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta í sumar til að taka við karlaliði félagsins. Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands. Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handbolti Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Íslenski boltinn Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Körfubolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Golf Fleiri fréttir Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Sjá meira
Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands.
Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handbolti Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Íslenski boltinn Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Körfubolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Golf Fleiri fréttir Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Sjá meira