Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 11:50 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Sparisjóðurinn Indó hefur tilkynnt um vaxtalækkanir á bæði inn- og útlánum. Útlánsvextir eru lækkaðir um 0,75 prósentustig, umfram stýrivaxtalækkun gærdagsins. Til þess að mæta því eru innlánsvextir á debetreikningum lækkaðir um heilt prósentustig. Í fréttatilkynningu frá segir að lækkun á vöxtum á yfirdrætti og sparibaukum taki gildi 3. desember næstkomandi en á debetreikningi þann 21. janúar 2025. Breytingarnar séu eftirfarandi: Debetreikningar: Lækka um 1,00 prósentustig, niður í 2,75%. Sparibaukar: Lækka um 0,50 prósentustig niður í 7,60%. Yfirdráttur í niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 13,50%. Yfirdráttur án niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 15,50%. Vilja koma til móts við heimilin Haft er eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó, að ákvörðunin um að lækka yfirdráttarvexti meira en sem nemur lækkun meginvaxta Seðlabankans sýni skýran vilja sparisjóðsins til að styðja við íslensk heimili. „Við fögnum því að Seðlabankinn hafi lækkað meginvexti tvisvar í röð. Við höfum ákveðið að taka enn stærra skref með því að lækka útlánavexti meira en sem nemur lækkun Seðlabankans og taka þannig stöðu með heimilum. Þetta er sérstaklega mikilvægt í aðdraganda jóla þegar útgjöld heimila eru oft há.“ Þurfa samt að lækka innlánsvexti meira Til að mæta þessari lækkun á útlánavöxtum hafi jafnframt verið nauðsynlegt að lækka vexti á veltiinnlánum meira en stýrivextir lækkuðu. „Við teljum mikilvægt að vaxtabyrði heimila lækki með skýrum og merkjanlegum hætti. Með þessu getum við boðið enn hagstæðari lánakjör og leggjum áherslu á að lækka vexti á debetreikningum frekar en á sparibaukum. Þannig viljum við hvetja áfram til sparnaðar á sama tíma og við lækkum vaxtabyrði af lánunum.“ Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá segir að lækkun á vöxtum á yfirdrætti og sparibaukum taki gildi 3. desember næstkomandi en á debetreikningi þann 21. janúar 2025. Breytingarnar séu eftirfarandi: Debetreikningar: Lækka um 1,00 prósentustig, niður í 2,75%. Sparibaukar: Lækka um 0,50 prósentustig niður í 7,60%. Yfirdráttur í niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 13,50%. Yfirdráttur án niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 15,50%. Vilja koma til móts við heimilin Haft er eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó, að ákvörðunin um að lækka yfirdráttarvexti meira en sem nemur lækkun meginvaxta Seðlabankans sýni skýran vilja sparisjóðsins til að styðja við íslensk heimili. „Við fögnum því að Seðlabankinn hafi lækkað meginvexti tvisvar í röð. Við höfum ákveðið að taka enn stærra skref með því að lækka útlánavexti meira en sem nemur lækkun Seðlabankans og taka þannig stöðu með heimilum. Þetta er sérstaklega mikilvægt í aðdraganda jóla þegar útgjöld heimila eru oft há.“ Þurfa samt að lækka innlánsvexti meira Til að mæta þessari lækkun á útlánavöxtum hafi jafnframt verið nauðsynlegt að lækka vexti á veltiinnlánum meira en stýrivextir lækkuðu. „Við teljum mikilvægt að vaxtabyrði heimila lækki með skýrum og merkjanlegum hætti. Með þessu getum við boðið enn hagstæðari lánakjör og leggjum áherslu á að lækka vexti á debetreikningum frekar en á sparibaukum. Þannig viljum við hvetja áfram til sparnaðar á sama tíma og við lækkum vaxtabyrði af lánunum.“
Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira