Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:45 Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun