Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar 21. nóvember 2024 10:16 Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Við þurfum að sameinast um það verkefni að tryggja það að Ágúst Bjarni haldi sínu þingsæti sem þingmaður Suðvesturkjördæmis, þingmaður Hafnfirðinga, þingmaður fyrir landið allt! Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ágúst Bjarni svo sannarlega látið að sér kveða í stjórnmálum. Var kosinn í bæjarstjórn í Hafnarfirði árið 2018. Meðan hann var bæjarfulltrúi þá gegndi hann m.a. formennsku í bæjarráði og varaformennsku í skipulags- og byggingarráði. Haustið 2021 var hann svo kosinn á þing. Hans helstu baráttumál hafa verið málefni fjölskyldna í víðu samhengi sem og húsnæðismál. Í Hafnarfirði vann hann ötullega að því að lækka álögur á fjölskyldufólk og sést það m.a. í dag á þeim myndarlegu systkinaafsláttum sem eru í leik- og grunnskólum. Hann fór af krafti inn í skipulagsmálin og vann vel með samstarfsfólki sínu í bæjarstjórn og skipulagsyfirvöldum að því að leysa þann hnút sem komin var í uppbyggingu í Skarðshlíð. Allt fór á blússandi ferð og það hverfi byggðist hratt og svo í framhaldi Hamranes sem er í byggingu. Á liðnu kjörtímabili má með sanni segja að Ágúst Bjarni hafi verið iðinn og duglegur. Hann hefur lagt fram ýmsar lausnir í húsnæðismálum og þreytist ekki á að ræða mikilvægi þess fyrir alla, sérstaklega fyrir fyrstu kaupendur. Hann hélt, að eigin frumkvæði, opinn fund um húsnæðismál í haust. Fullt var út úr dyrum og eru allir sammála um hversu góður og gagnlegur sá fundur hafi verið. Ágúst hefur einlægan áhuga á fólki og fer um allt kjördæmið til að hitta fólk á fundum, í fyrirtækjum eða einfaldlega á förnum vegi. Og þetta gerir hann ekki bara fyrir kosningar heldur allt kjörtímabilið. Eða eins og hann sjálfur segir: ,,Ég þarf að vita hvað brennur á fólki“. Duglegri þingmaður er vandfundinn. Setur sig inn í öll mál og er óhræddur að segja sína skoðun og standa með henni. Íbúar í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Kjósarhreppi og Mosfellsbæ, sameinumst um þetta verkefni og setjum X við B. Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Garðarsson. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Við þurfum að sameinast um það verkefni að tryggja það að Ágúst Bjarni haldi sínu þingsæti sem þingmaður Suðvesturkjördæmis, þingmaður Hafnfirðinga, þingmaður fyrir landið allt! Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ágúst Bjarni svo sannarlega látið að sér kveða í stjórnmálum. Var kosinn í bæjarstjórn í Hafnarfirði árið 2018. Meðan hann var bæjarfulltrúi þá gegndi hann m.a. formennsku í bæjarráði og varaformennsku í skipulags- og byggingarráði. Haustið 2021 var hann svo kosinn á þing. Hans helstu baráttumál hafa verið málefni fjölskyldna í víðu samhengi sem og húsnæðismál. Í Hafnarfirði vann hann ötullega að því að lækka álögur á fjölskyldufólk og sést það m.a. í dag á þeim myndarlegu systkinaafsláttum sem eru í leik- og grunnskólum. Hann fór af krafti inn í skipulagsmálin og vann vel með samstarfsfólki sínu í bæjarstjórn og skipulagsyfirvöldum að því að leysa þann hnút sem komin var í uppbyggingu í Skarðshlíð. Allt fór á blússandi ferð og það hverfi byggðist hratt og svo í framhaldi Hamranes sem er í byggingu. Á liðnu kjörtímabili má með sanni segja að Ágúst Bjarni hafi verið iðinn og duglegur. Hann hefur lagt fram ýmsar lausnir í húsnæðismálum og þreytist ekki á að ræða mikilvægi þess fyrir alla, sérstaklega fyrir fyrstu kaupendur. Hann hélt, að eigin frumkvæði, opinn fund um húsnæðismál í haust. Fullt var út úr dyrum og eru allir sammála um hversu góður og gagnlegur sá fundur hafi verið. Ágúst hefur einlægan áhuga á fólki og fer um allt kjördæmið til að hitta fólk á fundum, í fyrirtækjum eða einfaldlega á förnum vegi. Og þetta gerir hann ekki bara fyrir kosningar heldur allt kjörtímabilið. Eða eins og hann sjálfur segir: ,,Ég þarf að vita hvað brennur á fólki“. Duglegri þingmaður er vandfundinn. Setur sig inn í öll mál og er óhræddur að segja sína skoðun og standa með henni. Íbúar í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Kjósarhreppi og Mosfellsbæ, sameinumst um þetta verkefni og setjum X við B. Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Garðarsson. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun