Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2024 12:47 „Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun