Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson, Jóhannes Sturlaugsson, Einar Jónsson og Tumi Tómasson skrifa 19. nóvember 2024 13:00 Þann 24. október síðastliðinn birtist grein í Bændablaðinu þar sem fyrirtækið Kleifar fiskeldi kynna áform um stórfellt laxeldi á Norðurlandi. Þessi áform lofa fjölda starfa og nóg af peningum fyrir alla. Framgangur Kleifa virðist vera afar grímulaus, þar sem fyrirtækið býður sveitarfélögum beinlínis hlut í starfseminni og ræður í vinnu þekktan hagsmunavörð til þess að keyra verkefnið áfram. Kleifar lofa því nefnilega að fiskurinn verði ófrjór og „hafi ekki burði til þess að synda langt“. Þessi fullyrðing á sér enga stoð í raunveruleikanum í Eyjafirði. Allt hljómar þetta frekar kunnuglega og það verður að segjast eins og er að það er sérkennilegt að sjókvíaeldisfyrirtæki skuli enn halda að þau geti hagrætt staðreyndum um möguleg umhverfisáhrif eldisins.Skoðum aðeins staðreyndir málsins og hvað svona starfsemi hefði í för með sér. “Að synda langt” er jú einmitt það sem laxar gera… - þeir synda. Rétt er að rifja upp að forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sögðu haustið 2023 að laxarnir sem sluppu úr kví í Patreksfirði myndu halda sig nálægt kvínni. Þessi della var staðhæfð rétt áður en þeir laxar fóru að sjást í ám í meira en 400 km fjarlægð, meðal annars í Fjallabyggð og þar austar. Loforð um ófrjóan eldislax og tilheyrandi genaþöggun Kleifar fullyrða að fiskurinn sem notaður verði í starfseminni sé ófrjór og að fyrirtækið Benchmark Genetics sé að þróa nýja aðferð til að gera fisk ófrjóan sem kallast „genaþöggun“. Það er rétt að benda á að þetta útspil er ekki nýtt af nálinni. Til að mynda birtist grein í Fiskifréttum í maí árið 2019, þar sem að þessi aðferð var einmitt kölluð ný og byltingakennd, hér erum við rúmlega fimm árum síðar og enn er þetta kynnt sem „nýtt og byltingakennt“. Samt sem áður staðhæfir eldisfyrirtækið Kleifar að það muni geta alið 20 þúsund tonn af genaþögguðum eldislaxi í Fjallabyggð sem skila muni miklum fjármunum til byggðarlagsins - á grunni aðferðar sem enn hefur ekki tekist að þróa þannig að hún sé raunhæfur kostur í sjókvíaeldi. Aðeins eitt vandamál af mörgum Jafnvel þó svo að það takist að gera eldislaxa ófrjóa þá, leysir það aðeins eitt vandamál af mörgum, það er að segja erfðablöndun norskra eldislaxa við íslenska laxa og tilheyrandi eyðileggingu á aðlögun villtu laxastofnanna að íslensku ánum sem mótað hafa þá stofna árþúsundum saman. Því öll hin vandamálin sem fylgja sjókvíaeldi yrðu ennþá til staðar, laxalúsin, fisksjúkdómar, mengunin, eiturefnin, skaði á líffræðilegum fjölbreytileika og ímyndaráhrifin. Á Tröllaskaga og í Eyjafirði eru margar merkilegar ár, sem hýsa villta stofna lax og göngusilungs. Svæðið er eitt af hinstu vígum sjóbleikju á Íslandi, en stofnar hennar hafa því miður dalað mikið undanfarin ár. Lúsafaraldrar sem eru nær daglegt brauð í sjókvíaeldi herja ekki aðeins á laxinn heldur einnig á skylda fiska líkt og sjóbleikju og sjóbirting. Sjóbleikja og sjóbirtingur halda sig mikið til innfjarða á sjógöngu sinni í ætisleit, gjarnan nærri ósasvæðum sínum og því getur sjókvíaeldi auðveldlega orðið þeirra banabiti. Það er ekki boðlegt að sýsla á þennan hátt með líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta ættu eigendur Kleifa að vita. Þó að laxinn sé ófrjór mun samt sem áður allur skítur falla til botns og hafa áhrif á sjávarlíf í næsta nágrenni. Samkvæmt norsku umhverfisstofnuninni jafngildir mengun frá 20.000 tonna sjókvíaeldi mengun frá 320.000 manna byggð. Því til viðbótar kemur mengun frá efnum sem innihalda kopar og önnur eiturefni sem notuð eru sem ásætuvörn á sjókvíar og eiturefnin sem notuð eru til að berjast við lúsina valda einnig miklum skaða á lífríki sjávar Þessi ógnvekjandi skaði er óhjákvæmilegur fylgifiskur sjókvíaeldis. Ferðaþjónusta, hlunnindi og sjálfbærni Ef sveitarstjórnarfólki í Eyjafirði er umhugað um fólkið í byggðarlögum svæðisins og uppbyggingu þar ætti það að horfa til hlunninda af lax- og silungsveiðiám á svæðinu. Það eru einmitt þessi hlunnindi sem rýrna og á endanum glatast ef sjókvíaeldi fær að vaða uppi. Nýlega stefndi Veiðifélag Hrútafjarðarár- og Síkár íslenska ríkinu út af einmitt þessu. Verið er að æða áfram með mengandi stóriðju á kostnað náttúrunnar og á kostnað þeirra fjölskyldna sem treysta á hlunnindi af ánum. Skaði fiskistofna í íslenskum ám vegna sjókvíaeldis hefur einnig gríðarlega neikvæð áhrif á alla þá ferðaþjónustu sem grundvallast á þeim fiskistofnum sem við sögu koma. Sem dæmi um þá aðila/starfsemi sem yrði fyrir barðinu á sjókvíaeldinu eru, bændur, leiðsögufólk, leigutakar veiðiréttar og gistiheimili. Í Fjallabyggð, og í raun um allt Norðurland þar sem ferðaþjónusta hefur blómstrað undanfarin ár. Fólk kemur alls staðar að til að upplifa fallega náttúru og allt sem hún hefur uppá að bjóða. Veiði, skíði, brimbretti, fjallgöngur og fleira eru í hæsta gæðaflokki í Fjallabyggð og Eyjafirði. Á Tröllaskaganum og í Eyjafirði hafa byggst upp sterk ferðaþjónustufyrirtæki sem eru með fjölda fólks í vinnu. Forsenda þessara starfa er að sú óspillta náttúra svæðisins sem dregur að ferðamenn viðhaldist. Óspillt náttúra Eyjafjarðarsvæðisins og tilheyrandi möguleikar þess að fá notið hennar eru lífsgæði sem eru ómetanleg fyrir íbúa Eyjafjarðarsvæðisins. Bleikjuárnar eru stór partur af þeim lífsgæðum, gæðum sem ungir sem aldnir hafa notið um langan aldur. Þessari náttúru verður fórnað ef hugmyndir um 20.000 tonna laxeldi í Eyjafirði verður að veruleika. Ætlar sveitastjórnarfólk og eigendur Kleifa fiskeldis að fórna öllum þessum störfum sem byggja á óspilltri náttúru svæðisins og fórna lífsgæðum Eyfirðinga og þeirra sem sækja þá heim fyrir þá mengandi stóriðju sem sjókvíaeldi er? Þjóðin er á móti þessum iðnaði Í júlí 2024 kom út könnun frá Gallup þar sem í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti sjókvíaeldi, eða tæplega 70%. Í norð-austur kjördæmi eru aðeins 21% jákvæð í garð sjókvíaeldis. Samt á að vaða áfram og reyna enn eina ferðina að koma á laggir mengandi stóriðju, sem fólk vill ekki. Allt það sem Kleifar fiskeldi heldur fram hljómar kunnuglega. „Treystið okkur, þetta verður allt í lagi“ . Því miður er raunin sú að sjókvíaeldi er aldrei í lagi og hefur aldrei verið í lagi. Það er ekki til eitt dæmi í heiminum þar sem að fyrirtæki, sveitarfélög eða ríkisstjórnir hafa náð að koma í veg fyrir neikvæðu áhrifin af sjókvíaeldi. Af hverju ætti Kleifar fiskeldi að vera fyrsta fyrirtækið sem tekst það? Verndum Eyjafjörð! Reynsla erlendis og hérlendis frá, sýnir að fyrirhugað eldi í Eyjafirði mun hafa sérlega skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs (sjóbirtings og sjóbleikju) á svæðinu. Þessum skaða eru til dæmis gerð skil í myndinni „Árnar þagna“, sem frumsýnd var á Akureyri 6. nóvember 2024. Hún lýsir ástandinu sem hefur skapast í Noregi vegna sjókvíaeldis; þegar ákvörðun var tekin að loka um 33 laxveiðiám þar í landi vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur vegna sjókvíaeldis hjá villtum laxastofnum þeirra áa. Ófremdarsástands sem nær ekki aðeins til lífríkis ánna heldur til samfélaganna þar sem þær ár er að finna, byggðanna þar sem fólk hafði byggt afkomu sína á þeim fiskistofnum áður en eyðilegging sjókvíaeldisins spillti þeim. Hér á landi eiga bleikjustofnar verulega undir högg að sækja vegna hlýnandi veðurfars og annarra þátta af mannavöldum og mega í reynd ekki við frekari áföllum. Eyjafjörðurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir stofna sjóbleikju, en þegar best lét veiddist þar árlega að jafnaði allt að þriðjungur allrar sjóbleikju á Íslandi. Sjókvíaeldi myndi mögulega gera endanlega út um sjóbleikjustofna í Eyjafirði og ætti því að vera óheimilt þar með öllu! Eftirfarandi veiðifélög, samtök, stofnanir,fyrirtæki og einstaklingar fordæma allar áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði: Stangaveiðifélag Akureyrar, Stangaveiðifélagið Flúðir, Veiðifélag Fnjóskár, Veiðifélag Eyjafjarðarár, Veiðifélag Hörgár, Fiskirannsóknir ehf, Veidiheimar.is, Veiditorg.is, félagsskapurinn Bleikjan - Styðjum Stofninn, SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, Landssamband Veiðifélaga, NASF og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn. Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og sérfræðingur hjá Fiskirannsóknum ehfJóhannes Sturlaugsson, líffræðingur og sérfræðingur hjá Laxfiskar ehfEinar Jónsson, fiskifræðingur og fyrrum sérfræðingur á Hafrannrannsóknastofnun.Tumi Tómasson, fiskifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október síðastliðinn birtist grein í Bændablaðinu þar sem fyrirtækið Kleifar fiskeldi kynna áform um stórfellt laxeldi á Norðurlandi. Þessi áform lofa fjölda starfa og nóg af peningum fyrir alla. Framgangur Kleifa virðist vera afar grímulaus, þar sem fyrirtækið býður sveitarfélögum beinlínis hlut í starfseminni og ræður í vinnu þekktan hagsmunavörð til þess að keyra verkefnið áfram. Kleifar lofa því nefnilega að fiskurinn verði ófrjór og „hafi ekki burði til þess að synda langt“. Þessi fullyrðing á sér enga stoð í raunveruleikanum í Eyjafirði. Allt hljómar þetta frekar kunnuglega og það verður að segjast eins og er að það er sérkennilegt að sjókvíaeldisfyrirtæki skuli enn halda að þau geti hagrætt staðreyndum um möguleg umhverfisáhrif eldisins.Skoðum aðeins staðreyndir málsins og hvað svona starfsemi hefði í för með sér. “Að synda langt” er jú einmitt það sem laxar gera… - þeir synda. Rétt er að rifja upp að forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sögðu haustið 2023 að laxarnir sem sluppu úr kví í Patreksfirði myndu halda sig nálægt kvínni. Þessi della var staðhæfð rétt áður en þeir laxar fóru að sjást í ám í meira en 400 km fjarlægð, meðal annars í Fjallabyggð og þar austar. Loforð um ófrjóan eldislax og tilheyrandi genaþöggun Kleifar fullyrða að fiskurinn sem notaður verði í starfseminni sé ófrjór og að fyrirtækið Benchmark Genetics sé að þróa nýja aðferð til að gera fisk ófrjóan sem kallast „genaþöggun“. Það er rétt að benda á að þetta útspil er ekki nýtt af nálinni. Til að mynda birtist grein í Fiskifréttum í maí árið 2019, þar sem að þessi aðferð var einmitt kölluð ný og byltingakennd, hér erum við rúmlega fimm árum síðar og enn er þetta kynnt sem „nýtt og byltingakennt“. Samt sem áður staðhæfir eldisfyrirtækið Kleifar að það muni geta alið 20 þúsund tonn af genaþögguðum eldislaxi í Fjallabyggð sem skila muni miklum fjármunum til byggðarlagsins - á grunni aðferðar sem enn hefur ekki tekist að þróa þannig að hún sé raunhæfur kostur í sjókvíaeldi. Aðeins eitt vandamál af mörgum Jafnvel þó svo að það takist að gera eldislaxa ófrjóa þá, leysir það aðeins eitt vandamál af mörgum, það er að segja erfðablöndun norskra eldislaxa við íslenska laxa og tilheyrandi eyðileggingu á aðlögun villtu laxastofnanna að íslensku ánum sem mótað hafa þá stofna árþúsundum saman. Því öll hin vandamálin sem fylgja sjókvíaeldi yrðu ennþá til staðar, laxalúsin, fisksjúkdómar, mengunin, eiturefnin, skaði á líffræðilegum fjölbreytileika og ímyndaráhrifin. Á Tröllaskaga og í Eyjafirði eru margar merkilegar ár, sem hýsa villta stofna lax og göngusilungs. Svæðið er eitt af hinstu vígum sjóbleikju á Íslandi, en stofnar hennar hafa því miður dalað mikið undanfarin ár. Lúsafaraldrar sem eru nær daglegt brauð í sjókvíaeldi herja ekki aðeins á laxinn heldur einnig á skylda fiska líkt og sjóbleikju og sjóbirting. Sjóbleikja og sjóbirtingur halda sig mikið til innfjarða á sjógöngu sinni í ætisleit, gjarnan nærri ósasvæðum sínum og því getur sjókvíaeldi auðveldlega orðið þeirra banabiti. Það er ekki boðlegt að sýsla á þennan hátt með líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta ættu eigendur Kleifa að vita. Þó að laxinn sé ófrjór mun samt sem áður allur skítur falla til botns og hafa áhrif á sjávarlíf í næsta nágrenni. Samkvæmt norsku umhverfisstofnuninni jafngildir mengun frá 20.000 tonna sjókvíaeldi mengun frá 320.000 manna byggð. Því til viðbótar kemur mengun frá efnum sem innihalda kopar og önnur eiturefni sem notuð eru sem ásætuvörn á sjókvíar og eiturefnin sem notuð eru til að berjast við lúsina valda einnig miklum skaða á lífríki sjávar Þessi ógnvekjandi skaði er óhjákvæmilegur fylgifiskur sjókvíaeldis. Ferðaþjónusta, hlunnindi og sjálfbærni Ef sveitarstjórnarfólki í Eyjafirði er umhugað um fólkið í byggðarlögum svæðisins og uppbyggingu þar ætti það að horfa til hlunninda af lax- og silungsveiðiám á svæðinu. Það eru einmitt þessi hlunnindi sem rýrna og á endanum glatast ef sjókvíaeldi fær að vaða uppi. Nýlega stefndi Veiðifélag Hrútafjarðarár- og Síkár íslenska ríkinu út af einmitt þessu. Verið er að æða áfram með mengandi stóriðju á kostnað náttúrunnar og á kostnað þeirra fjölskyldna sem treysta á hlunnindi af ánum. Skaði fiskistofna í íslenskum ám vegna sjókvíaeldis hefur einnig gríðarlega neikvæð áhrif á alla þá ferðaþjónustu sem grundvallast á þeim fiskistofnum sem við sögu koma. Sem dæmi um þá aðila/starfsemi sem yrði fyrir barðinu á sjókvíaeldinu eru, bændur, leiðsögufólk, leigutakar veiðiréttar og gistiheimili. Í Fjallabyggð, og í raun um allt Norðurland þar sem ferðaþjónusta hefur blómstrað undanfarin ár. Fólk kemur alls staðar að til að upplifa fallega náttúru og allt sem hún hefur uppá að bjóða. Veiði, skíði, brimbretti, fjallgöngur og fleira eru í hæsta gæðaflokki í Fjallabyggð og Eyjafirði. Á Tröllaskaganum og í Eyjafirði hafa byggst upp sterk ferðaþjónustufyrirtæki sem eru með fjölda fólks í vinnu. Forsenda þessara starfa er að sú óspillta náttúra svæðisins sem dregur að ferðamenn viðhaldist. Óspillt náttúra Eyjafjarðarsvæðisins og tilheyrandi möguleikar þess að fá notið hennar eru lífsgæði sem eru ómetanleg fyrir íbúa Eyjafjarðarsvæðisins. Bleikjuárnar eru stór partur af þeim lífsgæðum, gæðum sem ungir sem aldnir hafa notið um langan aldur. Þessari náttúru verður fórnað ef hugmyndir um 20.000 tonna laxeldi í Eyjafirði verður að veruleika. Ætlar sveitastjórnarfólk og eigendur Kleifa fiskeldis að fórna öllum þessum störfum sem byggja á óspilltri náttúru svæðisins og fórna lífsgæðum Eyfirðinga og þeirra sem sækja þá heim fyrir þá mengandi stóriðju sem sjókvíaeldi er? Þjóðin er á móti þessum iðnaði Í júlí 2024 kom út könnun frá Gallup þar sem í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti sjókvíaeldi, eða tæplega 70%. Í norð-austur kjördæmi eru aðeins 21% jákvæð í garð sjókvíaeldis. Samt á að vaða áfram og reyna enn eina ferðina að koma á laggir mengandi stóriðju, sem fólk vill ekki. Allt það sem Kleifar fiskeldi heldur fram hljómar kunnuglega. „Treystið okkur, þetta verður allt í lagi“ . Því miður er raunin sú að sjókvíaeldi er aldrei í lagi og hefur aldrei verið í lagi. Það er ekki til eitt dæmi í heiminum þar sem að fyrirtæki, sveitarfélög eða ríkisstjórnir hafa náð að koma í veg fyrir neikvæðu áhrifin af sjókvíaeldi. Af hverju ætti Kleifar fiskeldi að vera fyrsta fyrirtækið sem tekst það? Verndum Eyjafjörð! Reynsla erlendis og hérlendis frá, sýnir að fyrirhugað eldi í Eyjafirði mun hafa sérlega skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs (sjóbirtings og sjóbleikju) á svæðinu. Þessum skaða eru til dæmis gerð skil í myndinni „Árnar þagna“, sem frumsýnd var á Akureyri 6. nóvember 2024. Hún lýsir ástandinu sem hefur skapast í Noregi vegna sjókvíaeldis; þegar ákvörðun var tekin að loka um 33 laxveiðiám þar í landi vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur vegna sjókvíaeldis hjá villtum laxastofnum þeirra áa. Ófremdarsástands sem nær ekki aðeins til lífríkis ánna heldur til samfélaganna þar sem þær ár er að finna, byggðanna þar sem fólk hafði byggt afkomu sína á þeim fiskistofnum áður en eyðilegging sjókvíaeldisins spillti þeim. Hér á landi eiga bleikjustofnar verulega undir högg að sækja vegna hlýnandi veðurfars og annarra þátta af mannavöldum og mega í reynd ekki við frekari áföllum. Eyjafjörðurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir stofna sjóbleikju, en þegar best lét veiddist þar árlega að jafnaði allt að þriðjungur allrar sjóbleikju á Íslandi. Sjókvíaeldi myndi mögulega gera endanlega út um sjóbleikjustofna í Eyjafirði og ætti því að vera óheimilt þar með öllu! Eftirfarandi veiðifélög, samtök, stofnanir,fyrirtæki og einstaklingar fordæma allar áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði: Stangaveiðifélag Akureyrar, Stangaveiðifélagið Flúðir, Veiðifélag Fnjóskár, Veiðifélag Eyjafjarðarár, Veiðifélag Hörgár, Fiskirannsóknir ehf, Veidiheimar.is, Veiditorg.is, félagsskapurinn Bleikjan - Styðjum Stofninn, SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, Landssamband Veiðifélaga, NASF og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn. Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og sérfræðingur hjá Fiskirannsóknum ehfJóhannes Sturlaugsson, líffræðingur og sérfræðingur hjá Laxfiskar ehfEinar Jónsson, fiskifræðingur og fyrrum sérfræðingur á Hafrannrannsóknastofnun.Tumi Tómasson, fiskifræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar