Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar 19. nóvember 2024 10:32 Svarið við þessari spurningu er flestum augljóst: já, auðvitað viljum við það. En þegar við lítum nánar á stöðuna í dag, getum við þá sagt að lífsgæði okkar séu eins góð og þau gætu verið? Margir upplifa þvert á móti að þau séu skert vegna hárra vaxta, sívaxandi verðbólgu og húsnæðisvanda sem hefur verið landlægur í áratugi. Þetta eru flókin vandamál, en þau hafa þróast yfir langan tíma og nú virðast þau mynda ósnertanlegan hnút sem enginn stjórnmálamaður virðist geta leyst. Húsnæðisvandi sem aldrei virðist leysast Eitt augljósasta dæmið er byggingarskorturinn, sem hefur plagað landið frá fjármálahruninu 2008-2010. Af hverju hefur ekki tekist að leysa þennan vanda? Aðstæður á Íslandi gera byggingarframkvæmdir vissulega krefjandi, en hvers vegna eru þær svo dýrar og tímafrekar í samanburði við nágrannalönd okkar? Í Færeyjum sjáum við dæmi um hraða og skilvirka framkvæmd á innviðum, en hér virðast bæði framkvæmdir og stjórnsýslan draga lappirnar. Þetta á einnig við um vegakerfið okkar. Þrátt fyrir harðbýlt veðurfar virðast staðlar sem notaðir eru í vega- og innviðagerð oft ekki henta íslenskum aðstæðum. Þessir þættir, sem ættu að vera leysanlegir með skynsamlegum aðgerðum, hafa orðið að langvarandi vandamálum vegna skorts á pólitískri getu og framsýni. Vantraust á valdhafa Íslensk stjórnmál hafa í langan tíma verið eins og hringekja þar sem sömu flokkarnir skiptast á völdum. Þrátt fyrir tíðar kosningar og loforð um breytingar virðist lítið breytast í raun. Kjósendur upplifa oft að þeir séu sviknir, þar sem stjórnmálamenn virðast ekki axla ábyrgð á eigin gjörðum. Áberandi dæmi um þetta er mál Íslandsbanka. Ríkið seldi hluta eignar sinnar í bankanum á umdeildan hátt, þar sem faðir formanns Sjálfstæðisflokksins var meðal kaupanda. Þrátt fyrir mikil mótmæli tóku stjórnvöld ekki ábyrgð, og enginn axlaði afleiðingar málsins. Hvers vegna var Landsdómur ekki nýttur í þessu tilviki? Sama má segja um atburðarásina sem fylgdi þegar sami formaður tók við embætti forsætisráðherra, þrátt fyrir mikla andstöðu almennings. Þetta eru dæmi sem styrkja upplifun kjósenda af skeytingarleysi valdhafa. Hvað er til ráða? Ef við viljum góð lífsgæði á Íslandi er ljóst að breytinga er þörf. Það kallar á nýja hugsun og nýtt fólk í stjórnmálum – einstaklinga og flokka sem bera raunverulega ábyrgð gagnvart almenningi og eru óháðir sérhagsmunum. Það eru til flokkar sem leggja áherslu á þessi gildi, en breytingar byrja á kjósendum. Við þurfum að hugsa vel um hvaða einstaklinga og flokka við setjum í ábyrgðarstöður. Lausnin liggur í lýðræðinu: Gefum nýjum flokkum og ferskum hugmyndum tækifæri. Veljum einstaklinga sem eru reiðubúnir að axla ábyrgð og starfa í þágu almennings. Höfnum þeim sem hafa sýnt vanhæfni til að leysa þau vandamál sem hafa hrjáð okkur árum saman. Tími til breytinga Næstu kosningar eru mikilvægasta tækifæri okkar til að móta framtíðina. Hugsaðu vel um hverja þú kýst til áhrifa. Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ef svarið er já, þá þurfum við að kjósa með breytingar í huga. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og látið vanhæfa stjórnmálamenn stjórna framtíð okkar. Nú er tíminn til að taka málin í eigin hendur og gera raunverulegar breytingar. Höfundur skipar fjórða sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Svarið við þessari spurningu er flestum augljóst: já, auðvitað viljum við það. En þegar við lítum nánar á stöðuna í dag, getum við þá sagt að lífsgæði okkar séu eins góð og þau gætu verið? Margir upplifa þvert á móti að þau séu skert vegna hárra vaxta, sívaxandi verðbólgu og húsnæðisvanda sem hefur verið landlægur í áratugi. Þetta eru flókin vandamál, en þau hafa þróast yfir langan tíma og nú virðast þau mynda ósnertanlegan hnút sem enginn stjórnmálamaður virðist geta leyst. Húsnæðisvandi sem aldrei virðist leysast Eitt augljósasta dæmið er byggingarskorturinn, sem hefur plagað landið frá fjármálahruninu 2008-2010. Af hverju hefur ekki tekist að leysa þennan vanda? Aðstæður á Íslandi gera byggingarframkvæmdir vissulega krefjandi, en hvers vegna eru þær svo dýrar og tímafrekar í samanburði við nágrannalönd okkar? Í Færeyjum sjáum við dæmi um hraða og skilvirka framkvæmd á innviðum, en hér virðast bæði framkvæmdir og stjórnsýslan draga lappirnar. Þetta á einnig við um vegakerfið okkar. Þrátt fyrir harðbýlt veðurfar virðast staðlar sem notaðir eru í vega- og innviðagerð oft ekki henta íslenskum aðstæðum. Þessir þættir, sem ættu að vera leysanlegir með skynsamlegum aðgerðum, hafa orðið að langvarandi vandamálum vegna skorts á pólitískri getu og framsýni. Vantraust á valdhafa Íslensk stjórnmál hafa í langan tíma verið eins og hringekja þar sem sömu flokkarnir skiptast á völdum. Þrátt fyrir tíðar kosningar og loforð um breytingar virðist lítið breytast í raun. Kjósendur upplifa oft að þeir séu sviknir, þar sem stjórnmálamenn virðast ekki axla ábyrgð á eigin gjörðum. Áberandi dæmi um þetta er mál Íslandsbanka. Ríkið seldi hluta eignar sinnar í bankanum á umdeildan hátt, þar sem faðir formanns Sjálfstæðisflokksins var meðal kaupanda. Þrátt fyrir mikil mótmæli tóku stjórnvöld ekki ábyrgð, og enginn axlaði afleiðingar málsins. Hvers vegna var Landsdómur ekki nýttur í þessu tilviki? Sama má segja um atburðarásina sem fylgdi þegar sami formaður tók við embætti forsætisráðherra, þrátt fyrir mikla andstöðu almennings. Þetta eru dæmi sem styrkja upplifun kjósenda af skeytingarleysi valdhafa. Hvað er til ráða? Ef við viljum góð lífsgæði á Íslandi er ljóst að breytinga er þörf. Það kallar á nýja hugsun og nýtt fólk í stjórnmálum – einstaklinga og flokka sem bera raunverulega ábyrgð gagnvart almenningi og eru óháðir sérhagsmunum. Það eru til flokkar sem leggja áherslu á þessi gildi, en breytingar byrja á kjósendum. Við þurfum að hugsa vel um hvaða einstaklinga og flokka við setjum í ábyrgðarstöður. Lausnin liggur í lýðræðinu: Gefum nýjum flokkum og ferskum hugmyndum tækifæri. Veljum einstaklinga sem eru reiðubúnir að axla ábyrgð og starfa í þágu almennings. Höfnum þeim sem hafa sýnt vanhæfni til að leysa þau vandamál sem hafa hrjáð okkur árum saman. Tími til breytinga Næstu kosningar eru mikilvægasta tækifæri okkar til að móta framtíðina. Hugsaðu vel um hverja þú kýst til áhrifa. Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ef svarið er já, þá þurfum við að kjósa með breytingar í huga. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og látið vanhæfa stjórnmálamenn stjórna framtíð okkar. Nú er tíminn til að taka málin í eigin hendur og gera raunverulegar breytingar. Höfundur skipar fjórða sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkurinn.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar