Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 08:32 Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar