Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 08:32 Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun