Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar 16. nóvember 2024 11:32 Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun