Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. nóvember 2024 20:52 Halldór Garðar Hermannsson sýndi hversu öflugur leikmaður hann er. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Haukum í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Keflavík hafði unnið tvo leiki í röð fram að þessum leik á meðan Haukar biðu enn eftir sínum fyrst sigri. Það fór svo að Keflavík hafði betur 117-85. Það voru Haukar sem tóku uppkastið og náðu að setja fyrstu stig leiksins á töfluna. Það var mikil barátta fyrst um sinn og liðin skiptust á því að leiða leikinn. Það voru heimamenn sem náðu smá áhlaupi og undir lok leikhlutans og fóru með þriggja stiga forskot úr fyrsta leikhluta, 26-23. Það var mikið jafnræði með liðunum í upphafi annars leikhluta og mikil barátta þar sem ekkert var gefið eftir og liðin héldu áfram að skiptast á því að leiða leikinn. Um miðjan leikhlutann var það þó Keflavík sem náði að skipta upp um gír og keyra á Haukana sem virtust eiga fá svör. Eftir jafnan leik lengst af hlupu Keflvíkingar yfir gestina og fóru með sannfærandi og sanngjarna forystu inn í hálfleikinn, 57-42. Það er ekki hægt að segja að þriðji leikhlutinn hafi verið mikið betri fyrir gestina frá Hafnarfirði. Það var ekki að sjá að það væri mikil trú í því sem þeir voru að gera á meðan Keflvíkingar gengu á lagið og hlóðu niður stigum á töfluna. Keflavík fór með 27 stiga forskot inn í fjórða leikhluta, 91-64. Það var mjög sérstök stemning í fjórða leikhluta þar sem maður fann það svolítið að bæði lið biðu hreinlega bara eftir að þessum leik myndi ljúka. Keflavík héldu áfram að setja sín skot og hugur heimamanna fór svolítið úr vörninni sem gaf Haukum nokkur stig á töfluna en leikurinn var löngu ráðinn og Keflavík fóru með öruggan 117-85 sigur af hólmi. Atvik leiksins Um leið og Keflavík komust í sjö stiga fjarlægð frá Haukum um miðbik annars leikhluta fannst manni hausinn svolítið fara. Allar 50/50 baráttur byrjuðu þá að falla Keflavíkurmegin og Keflavík sigldi fram úr. Stjörnur og skúrkar Halldór Garðar Hermannsson sýndi hversu öflugur leikmaður hann er enn of aftur í kvöld. Skoraði 23 stig og var ómetanlegur fyrir Keflavík. Sigurður Pétursson átti einnig flottan leik fyrir Keflavík og var gríðarlega öflugur á báðum endum vallarins og skilaði 16 stigum að auki. Það eru ansi margir í liði Hauka sem áttu ekki sinn besta dag í kvöld. Dómarinn Það verða sennilega skiptar skoðanir um þeirra störf hérna í kvöld. Sumar ákvarðanir fengu stúkuna upp á tærnar. Það voru ákvarðanir inn á milli sem manni fannst misgóðar en heilt yfir þá var þetta fínt. Hallaði á hvorugt liðið sérstaklega og alls ekki þeim að kenna eða þakka hvernig fór. Stemmingin og umgjörð Maður hefur alveg séð fleiri mæta hérna í Blue höllinni en fullt kredit á þá sem lögðu leið sína hingað. Sérstaklega stuðningsmenn Hauka sem fylgja sínu liði í gegnum súrt og sætt. Maté Dalmay bíður enn eftir fyrsta sigrinum.Vísir/Diego „Við erum bara ekki nógu góðir í körfubolta“ „Ótrúleg vonsvikinn að við séum að taka þrjú skref aftur á bak eftir síðustu tvo leiki. Ég er þreyttur á því að tala um hvað við vorum eitthvað voðalega duglegir í síðustu leikjum og ég veit að við töpuðum en það voru körfuboltaleikir í fjörutíu mínútur. Ég get ekki sagt það sama í dag,“ sagði svekktur Maté Dalmay þjálfari Hauka eftir leik í kvöld. Leikurinn byrjaði heldur jafn og var það ekki fyrr en um miðbik annars leikhluta þar sem Haukar misstu leikinn frá sér. „Það er kannski svona tvennt sem að gerist. Í fyrsta lagi þá fara Keflvíkingar að sækja meira á okkur, keyra á okkur og láta öxlina á undan sér og bara fara þetta á því að vera þrjóskir og „physical“ sóknarlega og við ráðum ekkert við það. Við erum bara ótrúlega aumir og þeir komast mikið á vítalínuna.“ „Hitt er að við hættum að spila sókn á móti. Við ætluðum að redda málunum einir og ég talaði við Tyson [Jolly] og Everage aðallega þar en það voru einhver vond skot líka frá Ágústi t.d. og svona. Við hættum að spila saman í sókn og vorum „soft“ í vörn.“ Hauka eru enn í leit af sínum fyrsta sigri í vetur en þrátt fyrir það segir Maté Dalmay liðið vera á betri stað en margir myndu halda. „Við vorum líka að tapa leikjum í fyrra og þá var öðruvísi andrúmsloft í klefanum hjá okkur. Það var meiri neikvæðni og meiri sjálfsvorkunn. Það er ekkert núna. Það er kannski heimskulegt að segja en við erum á betri stað heldur en þú myndir halda fyrir lið sem var 0-6 fyrir þennan leik.“ „Við erum bara ekki nógu góðir í körfubolta. Við erum að setja þrjá þrista í dag. Við erum bara ekki nógu góðir í körfubolta og erum allt of aumir í vörn. Það er líka það að vera ekki nógu sterkir líkamlega í vörn. Það eru alltof margir inn á sem að eiga eftir að byggja upp brjóstkassa.“ Pétur Ingvarsson.Vísir/Hulda Margrét „Maður að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Keflavík tók á móti Haukum í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Keflavík sem höfðu betur með miklum yfirburðum 117-85. „Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Haukar
Keflavík tók á móti Haukum í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Keflavík hafði unnið tvo leiki í röð fram að þessum leik á meðan Haukar biðu enn eftir sínum fyrst sigri. Það fór svo að Keflavík hafði betur 117-85. Það voru Haukar sem tóku uppkastið og náðu að setja fyrstu stig leiksins á töfluna. Það var mikil barátta fyrst um sinn og liðin skiptust á því að leiða leikinn. Það voru heimamenn sem náðu smá áhlaupi og undir lok leikhlutans og fóru með þriggja stiga forskot úr fyrsta leikhluta, 26-23. Það var mikið jafnræði með liðunum í upphafi annars leikhluta og mikil barátta þar sem ekkert var gefið eftir og liðin héldu áfram að skiptast á því að leiða leikinn. Um miðjan leikhlutann var það þó Keflavík sem náði að skipta upp um gír og keyra á Haukana sem virtust eiga fá svör. Eftir jafnan leik lengst af hlupu Keflvíkingar yfir gestina og fóru með sannfærandi og sanngjarna forystu inn í hálfleikinn, 57-42. Það er ekki hægt að segja að þriðji leikhlutinn hafi verið mikið betri fyrir gestina frá Hafnarfirði. Það var ekki að sjá að það væri mikil trú í því sem þeir voru að gera á meðan Keflvíkingar gengu á lagið og hlóðu niður stigum á töfluna. Keflavík fór með 27 stiga forskot inn í fjórða leikhluta, 91-64. Það var mjög sérstök stemning í fjórða leikhluta þar sem maður fann það svolítið að bæði lið biðu hreinlega bara eftir að þessum leik myndi ljúka. Keflavík héldu áfram að setja sín skot og hugur heimamanna fór svolítið úr vörninni sem gaf Haukum nokkur stig á töfluna en leikurinn var löngu ráðinn og Keflavík fóru með öruggan 117-85 sigur af hólmi. Atvik leiksins Um leið og Keflavík komust í sjö stiga fjarlægð frá Haukum um miðbik annars leikhluta fannst manni hausinn svolítið fara. Allar 50/50 baráttur byrjuðu þá að falla Keflavíkurmegin og Keflavík sigldi fram úr. Stjörnur og skúrkar Halldór Garðar Hermannsson sýndi hversu öflugur leikmaður hann er enn of aftur í kvöld. Skoraði 23 stig og var ómetanlegur fyrir Keflavík. Sigurður Pétursson átti einnig flottan leik fyrir Keflavík og var gríðarlega öflugur á báðum endum vallarins og skilaði 16 stigum að auki. Það eru ansi margir í liði Hauka sem áttu ekki sinn besta dag í kvöld. Dómarinn Það verða sennilega skiptar skoðanir um þeirra störf hérna í kvöld. Sumar ákvarðanir fengu stúkuna upp á tærnar. Það voru ákvarðanir inn á milli sem manni fannst misgóðar en heilt yfir þá var þetta fínt. Hallaði á hvorugt liðið sérstaklega og alls ekki þeim að kenna eða þakka hvernig fór. Stemmingin og umgjörð Maður hefur alveg séð fleiri mæta hérna í Blue höllinni en fullt kredit á þá sem lögðu leið sína hingað. Sérstaklega stuðningsmenn Hauka sem fylgja sínu liði í gegnum súrt og sætt. Maté Dalmay bíður enn eftir fyrsta sigrinum.Vísir/Diego „Við erum bara ekki nógu góðir í körfubolta“ „Ótrúleg vonsvikinn að við séum að taka þrjú skref aftur á bak eftir síðustu tvo leiki. Ég er þreyttur á því að tala um hvað við vorum eitthvað voðalega duglegir í síðustu leikjum og ég veit að við töpuðum en það voru körfuboltaleikir í fjörutíu mínútur. Ég get ekki sagt það sama í dag,“ sagði svekktur Maté Dalmay þjálfari Hauka eftir leik í kvöld. Leikurinn byrjaði heldur jafn og var það ekki fyrr en um miðbik annars leikhluta þar sem Haukar misstu leikinn frá sér. „Það er kannski svona tvennt sem að gerist. Í fyrsta lagi þá fara Keflvíkingar að sækja meira á okkur, keyra á okkur og láta öxlina á undan sér og bara fara þetta á því að vera þrjóskir og „physical“ sóknarlega og við ráðum ekkert við það. Við erum bara ótrúlega aumir og þeir komast mikið á vítalínuna.“ „Hitt er að við hættum að spila sókn á móti. Við ætluðum að redda málunum einir og ég talaði við Tyson [Jolly] og Everage aðallega þar en það voru einhver vond skot líka frá Ágústi t.d. og svona. Við hættum að spila saman í sókn og vorum „soft“ í vörn.“ Hauka eru enn í leit af sínum fyrsta sigri í vetur en þrátt fyrir það segir Maté Dalmay liðið vera á betri stað en margir myndu halda. „Við vorum líka að tapa leikjum í fyrra og þá var öðruvísi andrúmsloft í klefanum hjá okkur. Það var meiri neikvæðni og meiri sjálfsvorkunn. Það er ekkert núna. Það er kannski heimskulegt að segja en við erum á betri stað heldur en þú myndir halda fyrir lið sem var 0-6 fyrir þennan leik.“ „Við erum bara ekki nógu góðir í körfubolta. Við erum að setja þrjá þrista í dag. Við erum bara ekki nógu góðir í körfubolta og erum allt of aumir í vörn. Það er líka það að vera ekki nógu sterkir líkamlega í vörn. Það eru alltof margir inn á sem að eiga eftir að byggja upp brjóstkassa.“ Pétur Ingvarsson.Vísir/Hulda Margrét „Maður að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Keflavík tók á móti Haukum í Blue höllinni í kvöld þegar sjöunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Keflavík sem höfðu betur með miklum yfirburðum 117-85. „Það er gaman að vinna. Allt annað að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mjög jafnt með liðunum í fyrsta leikhluta og í upphafi annars leikhluta en eftir það tók Keflavík öll völd. „Planið er að við erum að reyna spila hratt og þreyta liðin og í lok annars leikhluta þá fara menn kannski að vera þreyttir og þá reynum við að nýta tækifærið og keyra yfir menn og það tókst ágætlega í dag.“ Haukar voru fyrir leikinn í dag enn í leit af sínum fyrsta sigri en það breytti þó ekki hvernig Keflvíkingar nálguðust leikinn. „Við vorum náttúrulega bara fyrir þennan leik búnir að vinna þremur leikjum meira en þeir. Það var ekkert rosalega á milli okkar og þeir búnir að vera í tveim hörku leikjum núna fyrir þessa leiki þannig við komum bara vel fókuseraðir og menn lögðu sig fram hérna í fjörutíu mínútur og niðurstaðan öruggur sigur.“ Keflavík hafa byrjað mótið á nokkrum útileikjum en fá núna nokkra heimaleiki á næstunni þar sem þeim líður mun betur. „Það munar öllu. Við æfum hér, skjótum hér og spilum hérna alla daga vikunnar á æfingum þannig hér líður okkur vel.“ Keflavík tilkynntu í gær nýjan leikmann sem mun koma til móts við liðið í landsleikjahléinu en hann á mjög áhugaverðan feril meðal annars með Phoenix Suns í NBA en hvernig bar þetta að? „Í sjálfu sér er maður bara að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla. Þessi kom bara upp og við stukkum á það og tékkuðum á honum og hann hafði áhuga. Það er bara verið að vinna í pappírsmálum og að koma honum hingað og það tekur smá tíma.“ Aðspurður hvort að hann yrði með liðinu í næsta leik vonast Pétur til þess. „Ef hann verður heill heilsu og kominn þá er það ekki vandamálið. Það er kannski meira útlendingaeftirlitið og svoleiðis hlutir sem gætu stoppað þetta. Við erum kannski byrjaðir í þeirri vinnu en að getur tekið lúmskt langan tíma að fá leyfi fyrir leikmenn.“
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu